Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 19
„1 Reykjavik sæta opinber niál rannsókn, nieðferð og
dómsuppsögn sakadómara, er vera skulu þrír til fimm
eftir ákvörðun dómsmálaráðlierra, og skipar bann einn
þeirra forstöðumann embættisins. Starfar liver þeirra
sjálfstætt og á sína ábyrgð að málum þeim, sem iiann
fær til meðferðar samkvæmt ákvörðun forstöðumanns,
enda skiptir liann störfum með sakadómurum að öðru
leyti, og hefur yfirstjórn embættisins og fyrirsvar ul á
við.“
1 athugasemdum við frumvarpið var gerð grein fvrir
nýmæli þessu, og segir þar:
„í þriðju málsgrein er 'það nýrnæli, að sakadómarar
í Revkjavík skulu vera 3 til 5 eftir ákvörðun dómsmála-
ráðherra. Rök til þessa ákvæðis er hinn mikli og sívax-
andi fjöldi mála, sem nú verður að rannsaka, dæma og
afgreiða í Reykjavik. Kemst einn dómari ekki til þess
að fara með nema litinn hluta af þeim málum, svo að
raunverulega fara fulltrúar sakadómara nú sjálfstætt með
þau mál, sem hann felur þeim, en dómar i sakamálum
eru þó kveðnir upp af sakadómara, þótt hann hafi raun-
verulega ekki farið með málin og þvi ekki iiaft aðslöðu
til þess að stýra rannsókn eða kvnnast málinu nægilega
að öðru leyti. Hefur svo verið nú um árabil. Sýnist þvi
einsætt, að sú breyting verði á gerð, að fullábvrgir dóm-
arar rannsaki og dæmi málin i sjálfs sín nafni. Dómara-
störf j>essi eru svo mikilvæg, að hina hæfustu menn þarf
til þess að gegna þeim. En meðan svo er að þeim búið,
sem nú er, má gera ráð fvrir því, að þeir leiti sér betri
starfa og fari úr stöðunni, jafnskjótt og þeir liafa fengið
þar æfingu. Með þvi að binir ábyrgu dómarar koma í stað
núverandi fulltrúa, á ekki að verða af þessu kostnaðar-
auki, sem um munar, og alls ekki í hann horfandi vegna
endurhóta þeirra á núverandi skipulagi, sem ákvæði frum-
varpsins mundu liafa í för með sér.“
Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra fylgdi frum-
varpinu úr hlaði á Alþingi og mælti meðal annars:
TímariI lögfnvöinga
13