Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Side 21
inni sjálfstætt nálega öll lögreglumál í Reykjavik, og
rannsökuðu flest sakamál, jafnt et'fið og umfangsmikil
mál sem önnur, og sömdu dóma i þeim, en sakadómari
kvað þá upp í eigin nafni. Þannig mætti nefna, að full-
trúar rannsökuðu og sömdu dóma í tveimur erfiðustu
og umfangsmestu sakamálum áranna 1947—1950, þ. e.
í óeirðamálinu frá 30. marz 1949 og i máli út af meintri
ólöglegri fóstureyðingu á sama ári, sbr. Hrd. XXIII bls.
190 og áfram og Hrd. XXII bls. 310 og áfram.
Tala dómfelldra manna í opinberum málum hækkaði
á þessum árum bæði i Reykjavík og annarsstaðar á land-
inu, eða eins og hér segir:
1946 1947 1948 1949 1950
Revkjavík 297 323 414 371 376
Utan Reykjavíkur . 65 100 117 106 131
Samtals . . . . 362 423 531 477 507i)
V.
Eins og áður var tekið fram, fékk liéraðsdómari i opin-
berum málum með lögum nr. 27, 1951 heimild til þess
að láta fulltrúa sinn „framkvæma rannsókn fvrir dómi
og kveða upp dóma og úrskurði“, og var þar engin tak-
mörkun gerð. Jafnframt var sérstök meðferð almennra
lögreglumála úr lögum numin.
Samkvæmt þessari beimild fengu fulltrúar sakadóm-
ara í júlí 1951 löggildingu til að framkvæma hvers konar
embættisverk lians, þar á meðal uppkvaðningu dóma,
hvert svo sem sakarefni var.
Hafa fulltrúar síðan kveðið upp dóma í eigin nafni i
öllum þeim málum, sem þeir hafa rannsakað sjálfir og
1) Hagskýrslur Islands 11.17. Dómsmálaskýrslur árin 1946—
1952. Reykjavík. 1958, bls. 14—17.
Timaril I<")(/[nvðinga
15