Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Qupperneq 40
rétt að greina sundur umboðsvald og dómsvald a.m.k.
í Reykjavík og máske annars staðar.
En mál þetta er vandasamt og viðurhlutamikið, meðal
annars vegna landshátta hér, fámennis og fjárhags, og
sýna tillögur milliþinganefndar, er skipuð var árið 1914,
um sundurgreining umboðsvalds og dómsvalds1) og við-
tökur þær, er tillögurnar fengu, það ljóslega.
Er fráleitt að hiða með jafn sjálfsagða og auðvelda
brevtingu á skipan sakadóms og borgardóms í Reykja-
vik, sem skipun fleiri sjálfstæðra dómara þar er, til þess
alveg óákveðna tíma, er húið væri að finna frambúðar-
lausn á vandamáli héraðsdómaskipunar landsins alls.
Þegar hafa verið rakin nokkur hinna mörgu og mikil-
vægu raka fyrir þessari hreytingu á dómaskipun í Reykja-
vík. Rökin eru í stuttu máli meðal annars þessi:
1. Skipun fleiri sjálfstæðra dómara í sakadómi og
borgardómi í Reykjavík er í reyndinni aðeins lögfesting
á þegar orðnum hlut, staðfesting á þeirri staðreynd að
fulltrúar sakadómara og l^orgardómara fara nú sjálfstætt
með mál i dómi og dæma þau i eigin nafni.
2. Hæstiréttur leggur fulla dómaraábyrgð á fulltrúa
og t. d. vítir þá fyrir mistök þeirra, en ekkí embættis-
imanninn, sem þeir eru fulltrúar hjá. Fulltrúar bera skyld-
ur dómara, en njóta eigi réttinda þeirra.
3. Það er samkvæmast ákvæðum stjórnarskrárinnar
um sjálfstæði dómsvaldsins og ákvæðum almennra laga
um iögkjör héraðsdómara, að dómfulltrúar þeir, sem
kveða upp fleiri dóma í héraði en nokkrir embættisdóm-
endur eigi að njóta iögkjara þeirra, en nú njóta þessir
fulltrúar ekki einu sinni venjulegra lögkjara embættis-
manna.
1) Skýrslur og tillögur milliþinganefndar þeirrar, er skipuð
var með konungsúrskurði 9. desember 1914, I. um eftirlauna-
'rétt og launamál, II. um sundurgreining umboðsvalds og dóms-
valds. Reykjavík, 1916.
34
TímariL lögfræðinya