Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 43
Bandarísk lög um ölvun við akstur Höfundur þessarar greinar, Eugene N. Hanson prófesssor, deildarforseti Lagadeildar Northern Universtity, Ohio, er mörg- um íslenzkum lögfræðingum og laganemum að góðu kunnur síðan hann dvaldi hér, veturinn 1959—1960. Hann kenndi þá nokkuð við Lagadeildina og flutti fyrirlestra. Hann hefur ver- ið svo vinsamlegur að skrifa grein þá, er hér fer á eftir, fyrir tímaritið. Islenzkir lögfræðingar hafa, ef til vill, áhuga á að kynn- ast bandariskum lögum um meðferð mála vegna ölvunar við akstur. Sú staðrevnd, að ágreiningur hefur stund- um orðið við bandaríska borgara á Keflavíkurflugvelli út af lögum um ölvun við akstur, kann að gefa tilefni til skýringar á bandarískum lögum og málsmeðferð, svo hægt sé að gera hér samanburð á. Á þann hátt kann að verða mögulegt að skilja, hvernig ólík sjónarmið koma stundum fram. Lög Ohio ríkis eru mjög lík lögum annarra sambands- rikja Bandaríkjanna. „The Ohio Revised Code §4511— 19 mæla svo fyrir: „Hér í ríkinu er engum þeim, sem er undir áhrifum áfengis, eiturlyfja eða ópium, heimilt að stjórna nokkru farartæki, almenningsvagni eða spor- vagni, er ekki fer á teinum.“ Viðurlög við slikum brotum eru sektir, þó eigi hærri en 500 $, og varðhald eigi skemmra en 3 dagar, né lengra en 6 mánuðir, og minnst 3 dagar fangelsisvistarinnar skulu afplánaðir i hegningarvinnu. Til viðbótar þessu er dómara heimilt að svipta þann, sem salcfelldur er vegna aksturs undir áhrifum áfengis, ökuleyfi allt að þrem ár- um eða fvrir fullt og allt. Timcirit lögfræðinga 37

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.