Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Side 44
Spurningar hafa komið fram i sambandi við það, hvað hugtakið stjórn vélknúins ökutækis feli í sér. T. d. hefur verið álitið, að drukkinn ökumaður, sem er undir stýri bifreiðarinnar, þegar önnur bifreið dregur hana, aki far- artæki eftir bókstaf laganna. Hér verður hins vegar fjall- að um merkingu orðanna „undir áhrifum áfengra drykkja“ og aðferðir við að sanna að svo sé. Hér í Ohio hefur setningin: „Undir áhrifum áfengis“ verið túlkuð í málinu: Ákæruvaldið gegn Steele nr. 95 og Áfrjunarmál nr. 107. „Álitið var, að merking orð- anna að vera undir áhrifum vins eða áfengra drykkja væri sú, að liinn ákærði hafi neytt einhvers áfengs drykkjar, hvort heldur um sterkan eða léttan drykk hef- ur verið að ræða, og að slíku marki, að áhrif hafi haft á gerðir hans, viðbrögð, hegðun, hrevfingar og hugs- anagang, eða sljóvgað viðbrögð hans undir þeim kringum- stæðum er um ræðir og svipt hann því næmi skilnings og sjálfsstjórnar, sem hann annars hefur yfir að ráða.“ Að þessari lagaskýringu fenginni kom fram í öðru máli; Ohio gegn Neff nr. 104. Áfrýjunarmál nr. 289, að eftirfarandi framburður væri nægilegur til þess að réttlæta sakfellingu um ölvun við akstur. — Lög- reglumaður staðfesti, að augu hins ákærða hefðu verið gljáandi og blóðhlaupin og að megna áfengislvkt hefði lagt af vitum lians, mál hans verið óskýrt og að augu hans hafi aldrei einblínt á neinn ákveðinn fastan punkt. Sakborningur játar, að hann hefði fengið sér „nokkra bjóra“, en þess var ekki krafizt, að hann gengi á beinni linu, drægi beina linu á töflu og segði: „A big black bug bit á big black bear“. Auðvitað gætir margs konar framburða, sem líkir eru þessum og frábrugðnir hver öðrum að stigi til og í smáatriðum, er liver um sig gæti nægt til sakfellingar fyrir ölvun við akstur. Ef til vill væri efnaprófun þýðingarmeiri til þess að dæma áfengis- nevzlu fvrir bandariskum rétti. Er blóðrannsóknir komu fvrst til sögu til sönnunar 38 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.