Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 47
þeirra er sýknaðir voru var reist á því, að framferði þeirra mætti rekja til annarra orsaka en áfengisneyzlu, svo sem veikinda. Þvi skvldi veitt athygli, að á þessu tímabili var ekki reynt að bera árangur rannsóknarinnar fram í dómi. Rannsókn þessi, sem lögreglan lét gera, var framkvæmd fvrst og fremst til þess að þrengja grundvöll ákæru, enda voru einungis þeir ákærðir, er prófun sýndi að hefðu 0,15% áfengis i blóði eða meira. Saksóknarinn í Lima hóf nú að beita árangri blóðrann- sókna fyrir dómstólum. Ef sakborningur liefur verið svipt- ur frelsi, er slík rannsókn einungis notuð sem sönnunar- gagn í Lima, að sakborningur hafi samþykkt, að hana mætti framkvæma. Þessi aðferð til öflunar samþykkis er viðhöfð í varúðarskvni, svo að ekki sé bægt að bera fram kvartanir vegna skerðingar á persónurétti. Á þvi tímabili, sem notað er til samanburðar, eftir að nýmæli þetta hafði verið tekið upp, komu greinilegar breytingar fram í skýrslum. Ekki varð lengur um neinar sýlcnanir að ræða, þar sem blóðrannsókn hafði verið gerð. Þýðingarmesti þáttur skýrslnanna er sá, að 83% tilfella játuðu sakborningar sekt sína eftir að farið var að beita rannsóknunum, sem sönnunargögnum en voru 66% áður, Dómsmál urðu og aðeins 8 af 118 tilfellum. Málfærslumenn vissu, að erfitt yrði að fá skjólstæð- ínga sína sýknaða þegar blóðrannsókn hafði verið lögð fram fyrir rétt til sönnunar. Er íslenzkir lögfræðingar lesa þetta, hljóta þeir að veita sérstaka athygli þeim mismun, sem er á beitingu laga um ölvun við akstur í Bandarikjunum og á Islandi. 1 Bandaríkjunum er ríkjandi venja nú, að sakfella ekki þann, er ekur eftir að hafa neytt áfengis, nema þvi aðeins að rannsókn sýni, að í blóði hans sé 0,15% alkohól eða meira; þvi er auðvelt að skilja þær mótbárur, er fram koma meðal bandarískra starfsmanna gegn islenzkum rétt- arvenjum, sem leyfa sakfellingu enda þótt áfengismagn sé miklu lægra en áskilið er i bandarískum lögum. Timarit lögfræöinya 41

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.