Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Qupperneq 52
ing söniu eigna er óheimil, nema til tryggingar skuld-
um, sem til er stofnað vegna kaupa þeirra eða byggingar-
kostnaðar.
d) Mannvirki þau, sem gerð kunna að vera, samkvæmt
10. gr. B a, og nauðsynleg eru vegna þeirra mála, sem
þar um getur, má ekki selja. Veðsetning slíkra eigna er
óheimili, nema til tryggingar skuldum, sem til er stofn-
að vegna þeirra.
e) Samþykki ráðuneytisins þarf til þess að reka
áhættusaman atvinnurekstur, svo sem útgerð, iðnað og
verzlun. Ráðuneytið skal leyta umsagnar lilutaðeigandi
sýslunefndar, áður en það veitir hreppum slíkt sam-
þykki.
f) Samþykki sýslunefndar þarf til þess, að ályktun
hreppsnefndar sé gild um eftirtalin atriði:
1. Lántökur vegna hreppsins, sem nemi meiru en álögð
útsvör í hreppnum það ár.
2. Sala eða veðsetning fasteigna hreppsins svo og kaup
nýrra fasteigna.
3. Ölögboðnar skuldbindingar, sem gilda eiga langan
tíma.
Nú synjar sýslunefnd um samþykki til ráðstöf-
unar, sem um ræðir í staflið þessum, og er þá lirepps-
nefnd rétt að bera málið á sveitarfundi, sbr. 31. gr.,
undir atkvæði. Hljóti ályktun hreppsnefndar % hluta
atkvæða, skal hún vera gild án samþykkis sýslu-
nefndar.
g) Öðrum takmörkunum, sem lög kunna að ákveða.“
1 III. kafla laganna eru itarleg ákvæði um fjárreiður
sveitarfélaga. Sérstök ástæða er til að benda á undirkafl-
ana: f) um fjárþröng sveitarfélaga og g) um sviptingu
fjárforræðis og skipun fjárhaldsstjórnar. M. a. segir þar
i 82. gr.: „Eigi má framkvæma aðför í þeim eignum
sveitarfélaga, sem óheimilt 'er að selja eða veðsetja sam-
kvæmt 11. gr., og eignir sveitarfélaga verða eigi teknar
lil gjaldþrotaskipta.“
1(5
Timuril lögfrœðinga