Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 53
Á sviði reísiréttar iná einkum nefna lög nr. 31, 21.
marz 1961, um breylingu á almennum hegningarlögum
nr. 19, 12. febrúar 1940. Er þar mjög dregið úr l.eim-
ildum til þess að svipta sakfellda menn réttindum eða
telja brot fela i sér, að hinn sakfelldi bafi eigi lengur
óflekkað mannorð.
Hegningarlögin liafa nú verið gefin út sérprentuð
ásamt breytingum laga nr. 31/1961 og greinargerð. Verða
lögin því eigi rædd nánar bér.
Nýmæli á sviði refsiréttar eru og lög nr. 18, 15. marz
1961 um ríkisfangelsi og lög nr. 21, 15. marz 1961, um
héraðsfangelsi. Eru þar að mestu lögfestar tillögur Yaldi-
mars Stefánssonar sakadómara, sem birtust í þessu riti
1960, sbr. 1. og 2. liefti.
A sviði sifjaréttar má belzt nefna lög nr. 25, 23. marz
1961, um breytingu á lögum nr. 20, 20. júní 1923, um
réttindi og skyldur bjóna. Samkvæmt hinum nýju lögum
gilda lög nr. 20/1923 frá 1. sept. 1961 einnig um lijón,
sem gengu i hjúskap fvrir 1. jan. 1924, og er þar með
felld úr gildi hin tvöfalda fjármálaskipan lijóna, sem
ríkt befur til þessa.
Nýmæli á sviði réttarfars eru lög nr. 57, 29. marz 1961,
um breytingu á lögum nr. 27 5. marz 1951 um meðferð
opinberra mála. Með þessum lögum er ákæruvaldið
tekið úr bendi dómsmálaráðherra og fengið nýjum em-
ættismanni — saksóknara rikisins. Jafnframt er og nýrri
skipan komið á sakadómaraembættið í Reykjavík, þannig,
að þar skulu skipaðir 3—5 sakadómarar og sé einn þeirra
yfirsakadómari. Þessir dómarar starfa sjálfstætt og á sína
ábyrgð að málum þeim, sem þeir fá til meðferðar samkv.
ákvörðun yfirsakadómara, enda skiptir bann störfum með
sakadómurum að öðru leyti og liefur vfirstjórn embættis-
ins og fvrirsvar út á við. Almennt mun talið, að lnn nýja
Timaril löíjfnvðinya
47