Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Page 63
HatiMA
þwAte'niA-
Bók.sú, sem hér birtist, er án
efa í flokki merkustu ævi-
sagna á íslenzku. Höfundur
hennar, dr. Hannes Þor-
steinsson, þjóðskjalavörður,
átti langa og viðburðaríka
ævi. — Hann var í innsta
hring íslenzkra stjórnmála
um langt skeið, bæði sem rit-
stjóriÞjóðólfs, aiþingismaður
og áhrifamaður í Heima-
stjórnarflokknum. Hann átti
hlut að lausn viðkvæmustu
vandamála í íslenzkri sjálf-
stæðisbaráttu og kynntist
miklum fjölda íslenzkra og
erlendra manna.
Dr. Hanness var einnig
óvenjulega traustur fræði-
maður. Stórvirki hans í ís-
lenzkri sagnfræði og mann-
fræði munu ávallt skipa hon-
um í röð fremstu afreks-
manna í þeim greinum, —
Hann andaðist árið 1935.
Dr. Hannes ritaði ævisögu
sína á árunum 1926—28.
Síðan innsiglaði hann hand-
ritið með þeim fyrirmælum,
að innsiglið mætti ekki
brjóta fyrr en á aldarafmæli
hans. Ævisaga dr. Hannesar
er hreinskilið og hispurs-
laust ritverk. Höfundurinn
er óhræddur að flíka skoð-
unum sínum á mönnum og
málefnum. Hann ritar góða
og fagra íslenzku, er stál-
minnugur, skýr í hugsun og
hefur næga kímnigáíu.
Þetta er bókín, sem geymd
var undir innsigli í aratugi
og enginn mátti sjá fyrr en á aldarafmæli
höfundarins.
ALMGNNA BÓKAFÉLAGIÐ