Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Side 38
sbr. og kosningalögin nr. 16 frá 14. september 1877, en þessi ákvæði verða prentuð hér á eftir. Eins og áður sagði, sættu ákvæði 3. gr. Alþingistilskip- unarinnar frá 1843 mikilli gagnrvni, enda voru þau talin allt of ströng og þar af leiðandi ólýðræðislegri en við- unandi væri. Hins vegar liggja hvergi fyrir aðgengilegar upplýsingar um það, hversu mikill liluti þjóðarinnar hefur á þessu tímahili haft kosningarrétt. Þó má geta þess, að í Borgarfjarðarsýslu liöfðu árið 1844, er fvrsta sinn fóru fram Alþingiskosningar á íslandi, 3% íbúanna kosningar- rétt, en í Reykjavík 2y2% allra íhúanna (sbr. áðurnefnda grein dr. Þorsteins Þorsteinssonar, hls. 82). Bendir þetta til þess, að um 2—3% ibúa landsins hafi notið kosningar- réttar á fyrstu árum hins endurreista Alþingis, þótt það verði að visu ekki fullvrt. Heimildir um þetta er að finna i kjörhókum og kjörskrám, sem til eru í Þjóðskjala- safni, en seinlegt verk er að vinna úr þeim gögnum. Einnig eru lieimildir um þetta í blöðum, og gildir það sama um þær. Crvinnsla þessara gagna biður því betri tima. Þess her að geta hér, að auk þjóðkjörinna þingmanna sátu á Alþingi 6 konungkjörnir, þ. e. tilnefndir af kon- ungi, shr. 14. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. jan. 1874 og 4. gr. stjórnskipunarlaga nr. 16/1903. Sátu konungkjörnir þingmenn efri deild ásamt 6 þjóðkjörnum. Eftir 1904 réð ráðherra Islands algerlega skipun konungkjörinna þingmanna (Einar Arnórsson, Réttarsaga Alþingis, bls. 497). Konungkjör þingmanna var afnumið með stjórnskip- unarlögum nr. 12/1915. Skv. 8. gr. þeirra laga skjddu 6 landkjörnir þingmenn koma í stað hinna konungkjörnu. Landkjörnir voru þingmenn þessir nefndir af þvi, að land- ið allt var eitt kjördæmi, en kosningar hluthundnar, þ. e. hlutfallskosningar. Var staða þeirra að nokkru leyti frá- brugðin stöðu kjördæmakosinna þingmanna, en ekki er ástæða til að rekja það hér. Kosningaréttarskilyrði voru hins vegar þau sömu, nema aldurstakmark, það var 35 36 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.