Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Blaðsíða 38
sbr. og kosningalögin nr. 16 frá 14. september 1877, en þessi ákvæði verða prentuð hér á eftir. Eins og áður sagði, sættu ákvæði 3. gr. Alþingistilskip- unarinnar frá 1843 mikilli gagnrvni, enda voru þau talin allt of ströng og þar af leiðandi ólýðræðislegri en við- unandi væri. Hins vegar liggja hvergi fyrir aðgengilegar upplýsingar um það, hversu mikill liluti þjóðarinnar hefur á þessu tímahili haft kosningarrétt. Þó má geta þess, að í Borgarfjarðarsýslu liöfðu árið 1844, er fvrsta sinn fóru fram Alþingiskosningar á íslandi, 3% íbúanna kosningar- rétt, en í Reykjavík 2y2% allra íhúanna (sbr. áðurnefnda grein dr. Þorsteins Þorsteinssonar, hls. 82). Bendir þetta til þess, að um 2—3% ibúa landsins hafi notið kosningar- réttar á fyrstu árum hins endurreista Alþingis, þótt það verði að visu ekki fullvrt. Heimildir um þetta er að finna i kjörhókum og kjörskrám, sem til eru í Þjóðskjala- safni, en seinlegt verk er að vinna úr þeim gögnum. Einnig eru lieimildir um þetta í blöðum, og gildir það sama um þær. Crvinnsla þessara gagna biður því betri tima. Þess her að geta hér, að auk þjóðkjörinna þingmanna sátu á Alþingi 6 konungkjörnir, þ. e. tilnefndir af kon- ungi, shr. 14. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. jan. 1874 og 4. gr. stjórnskipunarlaga nr. 16/1903. Sátu konungkjörnir þingmenn efri deild ásamt 6 þjóðkjörnum. Eftir 1904 réð ráðherra Islands algerlega skipun konungkjörinna þingmanna (Einar Arnórsson, Réttarsaga Alþingis, bls. 497). Konungkjör þingmanna var afnumið með stjórnskip- unarlögum nr. 12/1915. Skv. 8. gr. þeirra laga skjddu 6 landkjörnir þingmenn koma í stað hinna konungkjörnu. Landkjörnir voru þingmenn þessir nefndir af þvi, að land- ið allt var eitt kjördæmi, en kosningar hluthundnar, þ. e. hlutfallskosningar. Var staða þeirra að nokkru leyti frá- brugðin stöðu kjördæmakosinna þingmanna, en ekki er ástæða til að rekja það hér. Kosningaréttarskilyrði voru hins vegar þau sömu, nema aldurstakmark, það var 35 36 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.