Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 17
I. IvAFLI.
I. Opinber mál.
A. Mál, sem lokið hefur verið með dómssátt.
Ekki þótti fært að æskja nákvæmra skýrslna um það,
hversu lengi meðferð þeirra mála hefði staðið, sem lukust
með dómssátt, en óskað var greinargerðar um þau, —
hversu mörg þau hefðu verið og hversu langan tima
meðferð þeirra hefði tekið, þannig að tilgreindur væri
skemmsti og lengsti tími, sem liði frá dagsetningu kæru
til þess dags, er dómssátt var gerð.
Þar sem notuð hafði verið heimild til lögreglusekta, var
þess jafnframt óskað, að gert yrði yfirlit um, hve mörgum
málum hefði verið lokið á þann hátt.
Voru svör hlutaðeigandi embættismanna að vísu elcki
eins fullkomin og æskilegt hefði verið, en hér fer á eftir
það, sem fram kom í þeim:
Reykjavík (sakadómur):
Dómssáttir:
1961 ........................... 4 465
1962 ........................... 2 352
1963 ........................... 2 600
1964 ........................... 5 761
1965 ........................... 4 040
Samtals 19 218
Um gang þessara mála tekur yfirsakadómari fram:
„Skemmstan tima tekur að Ijúka málum á sama sólar-
hring og brot er framið, og af slikum málum má fyrst til
nefna kærur út af ölvun á almannafæi'i. Önnur mál taka
lengri tima, nokkra daga, vikur eða mánuði og einstaka
Timarit lögfræðinga
11