Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 27
Ekki er þess getið, hversu langan tíma meðferð mála
þessara hefur staðið.
B. Mál, sem lokið er með dómi.
Um það, hversu langan tíma slendur meðferð þeirra
opinberu mála, sem lokið hefur verið með dómi, skal
vísað til taflna, sem hér eru birtar. Þarfnast þær væntan-
lega ekki neinna almennra skýringa, en rétt er þó að taka
fram, að 1—2 mánuðir o. s. frv. merkir, að mál hefur
staðið lengur en 1 mánuð, en skemur en 2, o. s. frv. Sama
gildir um ár.
Skal nú vikið nokkrum orðum að hverri töflu fvrir sig:
Tafla I. Hún sýnir, hversu langan tíma málsmeðferð
hefur staðið í hverju umdæmi fvrir sig. Fvrsta árið er
sundurliðað eftir mánuðum, og er þeirri sundurliðun ætl-
að að veita hugmynd um það, hvernig málin skiptast á
mánuði. Má af því nokkuð ráða, á hve löngum tima mál-
um lvkur skemmst. Þau mál, sem standa skemmst allra,
þ. e. skemur en mánuð, eru einkum landhelgismál. Þar
eru væntanlega einnig mörg þeiri'a mála, sem flutt liafa
verið milli umdæma.
Af töflunnf má og fá hugmynd um það, hversu mörg
mál dæmd eru í hverju umdæmi.
Tafla II. I þessari töflu eru mál flokkuð eftir árum,
þ. e. hversu mörgum málum lýkur á skemmri tíma en
ári (0—1 ár), 1—2 árum, o. s. frv., livert þeirra ára, sem
athugun nær til (þ. e. áranna 1961—1965). I fremra dálki
er tilgreindur fjöldi mála hvert timabil, en síðan hundr-
aðshluti þeirra miðaður við heildarmálafjöldann ár livert.
Þá eru í töflu þessari fyrst tilgreind þau mál, sem dæmd
eru í Revkjavík (A), en síðan þau, sem dæmd eru i lög-
sagnarumdæmunum utan Revkjavíkur (B). Loks er svo
tiltekin lieildartalan á landinu (C).
Tafla III. Hana ber að skoða með hliðsjón af og í
framhaldi af töflu II, en þar er þeim málum, sem standa
skemur en ár (3026 málum, eða 84.62% allra málanna)
skipt eftir mánuðum.
Timarit lugfræöinqa
21