Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Side 38
II. KAFLI
í lok bréfs ráðunevtisins var óskað greinargerðar uin
það, hverjar væru lielztu orsakir fyrir drætti á meðferð
dómsmála og jafnframt var óskað tillagna um breytta
löggjöf, ef þurfa þætti — eða framkvæmdaatriði, er
stuðlað gætu að skjótari meðferð mála.
Hér á eftir er það tekið upp úr bréfum þeirra, er álits
voru spurðir, sem að þessu lýtur, en þess ber þó að gæta,
að ekki tóku allir afstöðu til málsins.
Til hægðarauka skal gefið yfirlit um það helzta, sem
fram kom um þessi atriði, en síðan eru birtir bréfkaflar,
sem þar um fjalla.
1. Almennt um meðferð mála, bæði einkamála og
opinberra mála.
A. Vönlun á starfsliði er atriði, sem velflestir víkja að,
og er þá bæði átt við löglærða fulltrúa og skx-ifstofulið. Til
úrbóta er helzt bent á, að bæta þurfi launakjör starfsfólks.
B. Léleg aðstaða, svo sem óhentugt húsnæði. Að þvi er
vikið i bréfi yfirborgardómarans i Reykjavík.
C. Öfullnægjandi tækjaútbúnaður og úrelt vinnubrögð.
Er bent á meiri vélvæðingu og vinnuhagræðingu til úr-
bóta á þessu sviði bæði i bréfi vfirborgardómarans og yfir-
sakadómarans i Reykjavik.
D. Að dómsstörf séu aðeins lítill liluti af störfum dóm-
enda. Benda þeir á þetta sýslumaður Húnavatnssýslu,
sýslumaður Skagafjarðarsýslu og bæjarfógeti Ólafsfjarð-
ar, en þetta á að sjálfsögðu aðeins við um embættin utan
Reykjavíkur.
E. Sérstakir erfiðleikar á samgöngum í sýslum, sbr.
það sem sýslumaður Skaftafellssýslu segir um þetta efni,
svo og ummæli sýslumanns Barðastrandarsýslu og full-
trúa sýslumanns Suður-Múlasýslu.
32
Tímarit lör/fræðinga