Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Síða 48
stoðar við fvrstu rannsókn i sumum málum, en þó verður
að segja að enn sé það einkenni á meðferð brotamála hér
á landi, að hún er framkvæmd af dómara og í dómi.
Þessi meðferð mála er fyrir þó nokkuð löngu niður
lögð í nágrannaríkjum okkar. Þar hefur lögregluvald og
dómsvald verið aðskilið. Þar er rannsóknar- og ákæru-
valdið i höndum lögreglu og saksóknara. Þessir aðilar
rannsaka hrot sjálfstætt á fyrsta stigi og safna saman
sönnunargögnum. Þá fyrst þegar lögreglair í smærri mál-
um og saksóknari í hinum stærri telur að tekizt hafi að
afla svo fullkominna sannana á hendur manni að nægi
til sakfellingar hans, er hann ákærður fyrir dómstóli.
Sönnunargögnin eru þá leidd fram fvrir dóminn, sem
staðreynir þau og metur.
Þessi mikli munur á rannsókn brota hér á landi og í
nágrannaríkj um veldur þvi, að þar getur mál verið mán-
uðum og jafnvel árum saman á rannsóknarstigi lijá lög-
reglu og saksóknara áður en það fer til dómstóla, en hér
myndi sams konar mál alla jafnan sæta dómsmeðferð
frá upphafi.
Einnig getur umfangsmikil rannsókn sakarefnis fvrir
dómi hér lyktað á þann veg, að mál er alls ekki höfðað,
en í nágrannarikjum myndi slíkt sakarefni ekki koma til
dómstóls. — Það er þvi útilokað að bera saman tímalengd
dómsmeðferðar opinberra mála hér og þar.
En hvort sem rekstur opinberra mála hér á landi er
borinn saman við það, sem er í nágrannaríkjum eða ekki,
verður hið sama uppi á teningnum, að mikill seinagangur
er á meðferð mála hér. Kemur hér margt til, en að mínu
áliti einlcum það, að gildandi réttarfarsreglur eiga ekki
alltaf við þjóðlií vort og þjóðfélagsháttu í dag. Oreltar
réttarfarsreglur og að mörgu levti erfið aðstaða dómenda
við starf sitt, gerir það nær ókleift að hafa nægilegan
hraða á rekstri dómsmála.
Yil ég nú víkja nánar að nokkrum atriðum, sem ég
tel að valdi drælti á meðferð opinberra mála, og miða þá
við sakadóm Reykjavíkur, en jafnframt vil ég leitast við
42
Tímarit lögfræðinga