Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Page 52
kemur fvrir að allt of lengi dregst að sérfræðingar skili
áliti og verður málið þá að bíða á meðan. Er mjög æski-
legt ef tælcist að fá sérfræðinga, einkum endurskoðendur,
til að láta rannsóknargerðir í opinberum málum hafa
nokkurn forgang. Myndi þá rekstur margra stórmálanna
verða hraðari en nú er.
10. Með ári hverju fjölgar þeim sakadómsmálum i
Reykjavík, sem rannsóknarlögreglan rannsakar á frum-
stigi. Þessi þróun hlýtur að halda áfram i vaxandi mæli.
Eftir þvi, sem lögreglan rannsakar hetur mál, tekur fyllri
skýrslur sakhorninga og vitna og aflar fleiri sakargagna,
þeim mun fyrr kemur dómur í máli. Það er þvi mjög
miður hversu rannsóknarlögreglan er nú fámenn miðað
við hin fjölmörgu og margvíslegu verkefni hennar. Er
mjög knýjandi að fjölga rannsóknarlögreglumönnum, m.
a. til að hraða meðferð mála.
11. Þó nokkur hópur afhrotamanna hér í Reykjavik,
einkum þeir, sem fremja þjófnað og fjársvik, eru sibrota-
menn. Stundum fremja þeir hrot sín einir og stundum
með öðrum og þá gjarnan ekki ávallt með sömu mönnum.
Þeir menn fremja svo önnur hrot einir eða máske með
enn öðrum. Geta af hlotizt þau afbrotatengsl i einu og
sama máli, að mjög erfitt er að Ijúka þvi. Gæzluvarð-
haldsvist síhrotamanna og afplánun eldri refsivistardóms
þeirra auðveldar meðferð slíkra flækjumála og flýtir upp-
kvaðningu dóma í þeim. Einnig er oft mjög erfitt fyrir hoð-
unarmenn að hafa upp á mönnum þessum. Varðhaldsvist
síhrotamanna myndi létta svo um munaði starf boðunar-
manna. Þetta framkvæmdaatriði er nú í sérstakri athug-
un hjá dómurum.
12. Við sakadóm Reykjavíkur eru nú 9 dómendur, 5
dómarar og 4 fulltrúar. Gæti verið freistandi að segja að
fjölgun dómenda væri til að hraða gangi mála. Ég vil
þó eigi á þessu stigi vera tillögumaður þess og eru ástæður
tvær. I fyrsta lagi tel ég að starfsorka hinna 9 dómenda
sé enn eigi að fullu nýtt — vegna ónógrar aðstoðar þeim
til handa, og i öðru lagi tcl ég að starfsorka þeirra sé eigi
46
Tímarit lögfræðiiv/a