Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Side 82
geyma fjárnumda muni, er teknir væru úr vörzlu gerðar-
þola, þar til liægt væri að halda opinhert upphoð, eða
helzt að útvega húsnæði, þar sem lausafjáruppboð mættu
fara fram.
Að athuguðu máli hefur stjórn L. M. F. f. litið svo á,
að sú leið, að félagið leigði húsnæði, þar sem hægt væri
að geyma fjárnumda muni, tekna úr vörzlu gerðarþola,
væri tæplega fær, þar eð af því mundi leiða mjög aukinn
kostnað fyrir gerðarþola, bæði í geymslugjaldi og að sjálf-
sögðu þá einnig vegna vátryggingar á slíkum munum.
Enn fremur hefur það sjónarmið komið fram, að eigi
væri eðlilegt að stjórn L. M. F. í. eða einstakir félagar
ættu frumkvæði að þvi að útvega slíka geymslu og/eða
réttarsal, þar sem opinber uppboð á fjárnumdum munum
gætu fram farið, enda væri það án efa í verkahring fram-
kvæmdar og/eða dómsvaldsins, að annast um og sjá til
þess, að nauðsvnlegt húsnæði sé til reiðu dómstólum lands-
ins, þar sem framkvæmdar verði nauðsynlegar dómsat-
hafnir.
Stjórn Lögmannafélags íslands hefur gert nokkuð til
þess að kynna sér viðhorf félagsmanna almennt eftir
greindan fund í félaginu og leitað álits þeirra á þessu máli.
Niðurstaða þeirra eftirgrennslana stjórnarinnar er á þá
leið, að lögmenn vfirleitt telja núverandi ástand með öllu
óviðunandi. Það er álit lögmanna, að það sé hið æski-
legasta í þessum málum, að nauðungaruppboð á fjárnumd-
um lausafjármunum fari fram að minnsta kosti einu sinni
í mánuði hverjum, á fyrirfram ákveðnum dögum enda sé
þá ákveðið húsnæði fvrir hendi, þar sem uppboðin færu
fram. Slíkt húsnæði þyrfti þá að vera svo aðgengilegt, að
lögmenn gætu komið þar inn til geymslu þeim lausafjár-
munum, er auglýstir yrðu til uppboðs á næsta uppboðs-
degi, hvenær sem væri á tímal Jinu milli uppboða. Eðli-
legt væri að slíkt uppboðshúsnæði væri fastur samastaður
fvrir opinber nauðungarupjjboð á lausafjármunum.
76
Tímarit lögfræðinga