Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 14
skriflegur. Nú munu allir vera á einu niáli, að munn-
legur málflutningur, sein einnig er nú aðalreglan í iiéraði,
hafi verið mikil réttarfarsbót. En það hafði liins vegar
í för með sór auknar kröfur til málflytjenda, meiri áhyrgð
og vanda. Gott samstarf dómenda og nválflytjenda er nauð-
synlegt. Það mun nær undantekningarlaust hafa verið svo
sem hezt verður á kosið. Fyrstu flvtjendur mála fyrir
Hæstarétti voru þeir Eggert Claessen og Sveinn Björnsson.
Af núlifandi hæstaréttarlögmönnum á Sveinhjörn Jónsson
lengsta starfstíð. Hann varð hæstaréttarlögmaður árið 1926
og hefur starfað siðan hér við dóminn. Er það okkur
ánægjuefni, að hann skuli vera hér í dag.
Fyrstu þrjú árin, sem Hæstiréttur starfaði, voru aðeins
dæmd um 30 mál árlega. Síðan fór málum fjölgandi.
Síðustu ár hafa verið dæmd tæp 200 mál á ári. Mun mála-
fjöldi vafalaust fara vaxandi vegna mannfjölgunar og auk-
ínna afskipta ríkisvaldsins af viðskipta- og atvinnumál-
um, og svo er þess að gæta, að verkefni Hæstaréttar eru
fleiri en hjá idiðstæðum dómstólum nágrannaþjóðanna,
þar sem dómstigin eru aðeins tvö hér. Af þeirri ástæðu
hefur ekki þótt fært að takmarka aðstreymi að Hæstarótti
með hækkun áfrýjunarfjárhæðar í einkamálum, en sam-
kvæint gildandi lögum er hún 5000 krónur. Þá dæinir og
Hæstiréttur íslands í mun viðtækari mæli i refsimálum en
æðstu dómstólar í nágrannaríkjunum. Héraðsdómstól-
arnir vinna mikið og gott starf, en það er undirstaða þess,
að Hæstiréttur geti annað verkefnum sínum. Fjölhreytni
mála hefur verið mikil, og mál liafa verið borin undii'
dómstólinn frá nær öllum sviðurn þjóðlífsins. Dómax’
Hæstaréttar eru eklci aðeins úrslit í einstökum málum,
þeir eru einnig þættir í réttarþróuninni. A Hæstarétti hvila
þær skyldur að heiðra þann meginrétt, sem stjórnskipun
okkar er reist á.
Fjöldi þjóða býr ekki enn við réttaröryggi, en reynsla
kynslóðanna kennir, að óháð dómsvald er frumskilyrði
þess, að heilbrigt þjóðlíf geti þróazt. Helguslu mannrétt-
12
Tímarit lögfræðinga