Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Síða 16
ÁVARP
Jóhanns Hafsteins dómsmálaráðherra 16. febrúar 1970.
Herra forseti Isíands.
Virðulegi Hæstiréttur.
Heiðruðu tilheyrendur.
Það geislar af árdegi Hæstaréttar Islands. Vitna ég til
þess, að í 10. gr. dansk-íslenzku sambandslaganna frá 1-
desember 1918 var svo kveðið á, „að Hæstiréttur Dan-
merkur hefur á Iiendi æðsta dómsvald í íslenzkum málum,
þar til Island kynni að ákveða að stofna æðsta dómsstól
i landinu sjálfu“. Það stóð ekki á Islendingum að stofna
þennan æðsta dómsstól í landinu sjáll'u, og því getum vér
nú glaðst á bálfrar aldar afmæli Hæstaréttar Islands.
Á sama bátt og ljóma slær af upphafi Hæstaréttar, hef-
ur þessi réttarstólpi markað djúp spor í sögu þjóðarinnar.
Þar liggja nú troðnar slóðir mikilla lagamanna og lög'
spekinga, sem ekki eru véfengdir, en til fyrirmyndar öðr-
um.
Þetta er því meira virði hjá okkar litlu þjóð, þar sem
dómsvaldið er hér, sem í hliðstæðum löndum að sögu og
menningu, ein grein þeirra þriggja, sem eru uppistöður
stjórnvalds: löggjafarvald, framkvæmdavald og dóms-
vald.
Á þessum stað og þessari stundu skal sagt, að ríkis-
stjórn Islands gerir sér að sjálfsögðu fulla grein fynr
mikilvægi sjálfstæðis ]æss dómsvalds í landinu, sem Hæsti-
réttur Islands er á æðsla stigi fulltrúi fyrir. Vér véfeng]'
um ekki rétldæmi þessa dómsvalds. Vér virðum og met-
um ágæti þess.
I hálfrar aldar sögu Hæstaréttar eru djúp spor margra
14 Tímarit löf/[ræðin(Ja