Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Qupperneq 25
nokkurn veginn í stað, um 100 á ári. Flesl urðu málin árið
1938, þá alls 143. Venjulegast eru flutt og dæmd 3 mál
í viku hverri. Á reglum um meðferð mála fyrir Hæstarétti
hefur litil breyting orðið frá stofnun hans. Helzt má geta
hess, að upplestur skjala fyrir dómi er nú lítt tíðkaður. I
stað þess vísa málflytjendur í ræðum sínum til ágrips
dómsgerða. Þá hefur og aukizt íhlutun dómenda um öflun
skýrslna í einkamálum samkvæmt grundvallarreglum í
einkamálalögunum frá 1936.
Það var Hæstarétti hið mesta hajjp, að munnlegur mál-
flutningur var þar þegar í öndverðu ákveðinn. Dómendur
Landsyfirréttarins, sem allir tóku sæti í Hæstarétti,
iögðu þó til, að mál skyldu skriflega flutt. Nú orðið
ttiunu allir viðurkenna yfirburði munnlegs flutnings mála.
Málflutningur hefur ávallt farið fram í heyranda hljóði.
Atkvæðagreiðsla dómara var hins vegar levnileg fram til
örsins 1935, en þá var lögtekið, að birta skuli ágreinings-
atkvæði, el' ágreiningur verður, jafnhliða dómi eða úr-
skm-ði.
Lögmannastétt landsins hlaut að vera það mikið kapjjs-
n'ál, að Hæstiréttur yrði fluttur heim. Með því öðlaðist
hún aðstöðu til að fylgja málum eftir til fullnáðarúrslita.
Þeirri aðstöðu fylgir að sjálfsögðu aukin ábyrgð, og munn-
legur málflutningur reynir meira en skriflegur á hæfi og
hugnað málflytjanda. En auknu erfiði og ábyrgð fylgir
aukinn þroski. Samstarf dómenda og lögmanna Hæsta-
rúttar mun alla tíð hafa verið með ágætum. Auðvitað get-
hr ekki hjá því farið, að málflytjandi eigi stundum erfitt
u^eð að sætta sig við málsúrslit, þegar mál tapast, sem
Þann hefur trú á að vinnast ætti. Slík vonbrigði fylgja
euis óhjákvæmilega starí'i málflytjanda og það fylgir starfi
hómara að verða stundum að þola gagnrýni á dómum
sinuin. Því miður skortir islenzka lögfræðingastétt tíma-
rit, sem væri réttur vettvangur rökræðna um lögfræðileg
eLii. Gagnr ýni á úrlausnum dómstóla getur bæði verið
holl og réttmæt, sé hún borin fram af réttlætiskennd og
T'imarit lögfræðinga 23