Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 43
HÆSTARÉTTARDÓMARAR
1920 - 16. febrúar - 1970
Vel þótti' fara á því að birta í riti þessu myndir af þeim
f 6 dómurum, sem átt hafa sæti i Hæstarétti á 50 ára ferli
hans. I riti Agnars Klemenz Jónssonar: Lögfræðingatal
(Isafoldarprentsmiðja h/f, Reykjavík 1963) er æfiferill
dómaranna allítarlega rakinn og vitnað til rita, þar sem
sumra þeirra er nánar getið. Þar kemur fram, að margir
dómaraima hafa, áður en þeir tóku sæti i dómnum, verið
urnsvifamikhr á sviði stjómmála og lagasetningar, verið
alþingismenn og ráðherrar, gegnt valdastöðum á sviði
stjórnsýslu, verið sendiherrar Islands erlendis o. s. frv.
Nokkrir þeirra hafa verið áhrifamenn í félagssamtökum,
liæði innlendum og ýnlsum erlendum, sem Island er aðili
að. Loks hafa flestir dómaranna ritað um lögfræðileg og
söguleg efni, sumir mikið, aðrir minna. Er því Ijóst, að í
Hæstarétti liafa setið menn með víðtæka reynslu og þekk-
ingu á flestum sviðum þjóðlífsins og margir sérfróðir á
afmörkuðiun sviðum lögfræði.
Hér hefur sú regla verið upptekin að láta myndunum
lylgja stutt yfirlit um nám og starfsferil dómaranna á
sviði lögfræði i þröngri merkingu. Að vísu er vandratað
meðalhófið í þessum efnum og erfitt að gæta fulls sam-
ræmis, þótt reynt hafi verið.
Þegar Hæstiréttur tók til starfa, voru dómarar Lands-
yfirréttarins skipaðir hæstaréttardómarar, svo sem eðli-
legt var. Annars hafa hæstaréttardómarar verið valdir
þannig, að 4 voru prófessorar, 3 voru hæstaréttarlögmenn,
2 voru borgardómarar í Reykjavík, 2 voru sakadómarar í
Reykjavík, 1 var bæjarfógeti og 1 skrifstofustjóri í dóms-
málaráðuneytinu. Allir höfðu þeir annazt dómstörf í hér-
Tímarit lögfræðinga
41