Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Blaðsíða 67
!eysi á sviði réttarfars og ýmiss konar vafasömu atferli
^ögmanna í starfi, var ofangreind tilsk. um yfirrétt 27/3
1563gefinút. Landsstjóri konungs var forseti yfirréttarins,
enannars var hann skipaður 24 hinna „fornemsteogbedste
^lænd pá Landet“. Yfirrétturinn skyldi vera æðsti dóm-
stóll hérlendis, en málskotsheimild var til konungs (og
ríkisráðs). Tilsk. þessi var endurnýjuð 6/12 1593 og bend-
lr það til þess, að einhver tregða hafi orðið um fram-
kvaemdir, enda var skipan dómsins stórgölluð. Lögmanns-
dómi mátti skjóta til yfirréttar, en lögmenn voru — a. m.
k. meðan þeir voru íslenzkir oftast hinir færustu menn
1 íslenzkum lögum, sem völ var á. Sérþekking í lögum var
hinsvegar engan veginn tryggð í yfirdómnum, en hann var
skipaður mönnum, sem voru lítið lögfróðir margir hverjir,
°g forsetinn erlendur umboðsmaður konungs, vankunn-
airdi um hérlend lög og málefni og lítt eða ekki fær í ís-
lenzku.
Þá reyndist og erfitt að fá dóminn fullskipaðan, enda
reði þar oft sú tilviljun hverjir sóttu Alþingi hverju sinni.
^leð konungsbréfi 7/5 1735 var ]>ví dómendum fækkað
lir 24 í 12, og með kbr. 30/4 1777 var þeim enn fækkað í
og hélst sú skipan þar til rétturinn var lagður niður
árið 1800.
bótt Island væri löngum talið hluti af veldi Noregskon-
l*ngs, varð ])ó þróunin á sviði æðsta dómsvaldsins ekki í
samræmi við það. Að vísu sátu íslenzku biskuparnir í rík-
lsráði Noregs, jafnvel eftir að Noregur var kominn undir
dÖnsku krúnuna, en þess her að gæta, að erkibiskupar
v°ru ]já í forsæti norska ríkisráðsins. Ljóst er hins vegar
ai tilskipununum um yfirréttinn, að danska ríkisráðið fer
lllrð æðsta vald í íslenzkum dómsmálum ásamt konungi
eða öllu heldur honum til ráðuneytis að formi til. Fram-
yinda mála varð því snemma nokkuð mismunandi hér og
1 Noregi, því að Norðmenn héldu sjálfstæðu æðsta dóms-
valdi sínu að allvei’ulegu leyti enn um siiin.
Tímarit lögfræðinga
65