Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Side 76
ast í upplausn. Innan skamms varð byltingarstjórnin alls
ráðandi í Rússlandi, en andófið gegn stefnu hennar þró-
aðist á þá leið, að fasismi og nazismi náðu tökum á Mið-
Evrópu um sinn. Er sambandið við Evrópu opnaðist ls-
lendingum á ný eftir ófriðinn, gerðu átökin þar fljótlega
vart við sig hér á landi, enda var í rauninni um heims-
átök að ræða og alþjóðlegar stefnur. Friðarsamningarnir
voru þó, að formi til a. m. k., miðaðir við sjálfsákvörð-
unarrétt þjóða og þjóðernisleg sjónarmið látin ráða. Varð
það m. a. okkur til framdráttar við samningana 1918.
Hins vegar urðu samningarnir til þess, að stjórnmálabar-
áttan hér beindist nú fremur að innanlandsmálum en áð-
ur, og gerðu hin alþjóðlegu átök að ýmsu leyti vart við
sig á þeim vettvangi.
Engan veginn er hægt að átta sig á íslenzkum stjórn-
málum árin 1918-1939 nema ofangreindar staðreyndir séu
hafðar í huga og er því á þær minnzt hér og einkum þó
af því, að þær höfðu áhrif á stöðu Hæstaréttar, jafnframt
því, sem þær ruddu braut nýjum sjónarmiðum á sviði
réttarfars.
Er deilumálum Islands og Danmerkur hafði — um
sinn — verið ráðið til lykta með sambandslögunum 1918,
komst mikil ringulreið á íslenzk stjórnmál. Nýjum stjórn-
málaflokkum óx nú ásmegin, en hinir eldri riðluðust.
Straumhvörf þau, sem urðu í stjórnmálum heimsins eftir
ófriðinn 1914-18 gei-ðu hvarvetna vart við sig og höfðu
áhrif hér sem annars staðar. Velgengni Islendinga á ófrið-
arárunum var og meiri í orði en á ljorði. Fljótlega kreppti
að og það svo mjög, að fjárveitingar ríkisins til verklegra
framkvæmda voru að miklu leyti felldar niður og bæði
ríkisstjórn og Alþingi voru sammála um, að brýn nauð-
s>m væri á því, að allt yrði sparað, sem spara mætti. Oft
varð þó árangur ekki sem erfiði. Eitt af því, sem í þessu
sambandi blasti við augum ýmissa áhrifamanna, var
Hæstiréttur. Þótti þeim kostnaður af dómniun og breyttu
réttarskipulagi úr hófi, en aði'ir töldu fjárhagsvandræðin
74
Tímarit lögfræðinga