Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 80
liæfni sina með því að greiða fyrstur atkvæði í 4 málum.
Undaniþágu mátti veita frá skilyrðinu um 1. einkunn, ef
dómurinn mælti með. Málflutningsmenn voru færðir
framar í röð varadómenda.
4. Rilaraembættið skyldi tekið upp að nýju.
5. Skilyrði um 1. einkunn lil málflutningsleyfis skyldi
fellt niður og löghoðnum félagsskap málflutningsmanna
við dóminn skyldi komið á fót.
6. Ráðagerð dómenda og atkvæðagreiðsla i munnlega
fluttnm málum skyldi vera munnleg og opinber, en ekki
í skriflega fluttum málum. Ágreiningsatkvæði skyldi birt.
7. I eldri lögunum voru ekki ákvæði um laun né reglm'
um, hvernig málskostnaður skyldi dæmdur. I frumvarp-
inu voru tekin upp ákvæði um þau efni.
Það kemur fram í greinargerð með frumvarpinu, að
þau atriði, er mestu þóttu skipta, voru 1) að nýr dóm-
stóll með nýju nafni og nýrri skipan kæmist á fót, en
Hæstiréttur yrði lagður niður, 2) að hið svonefnda dóm-
arapróf yrði afnumið, 3) að atkvæðagreiðsla (og ráða-
gerð) skyldi vera munnleg og opinber i munnlega flutt-
um málum. Sama kom fram í ræðu dómsmálaráðberra
(Jónasar Jónssonar), er var framsögumaður. Frumvarpið
sætli mildum andmælum í þinginu, eins og Alþingistíð-
indin bera með sér (C. 1930, bls. 361—455). Um þetta
leyti var mörgum nokkuð heitt í hamsi á sviði stjórn-
málanna, og bera umræður lceim af því. Stjórnarand-
staðan taldi ómaklega vegið að Hæstarétti, og var í því
sambandi vitnað til þess, að í greinargerðinni segir
m. a.: „Á síðari árum hefur nokkuð horið á þvi, bæði i
umræðum á Alþingi og i blöðum, að gagnrýndir hafa
verið dómar IJæstaréttar. Hefur stundum virzt ósam-
ræmis kenna milli einstakra dóma um svipuð sakarefni,
og eins að rétturinn hafi skyndilega skipt um dómvenju,
án þess nokkur sérstök grein væri fyrir þvi gerð. Aðrir
hafa ekki virzt finna neitt athugavert við dóma réttarins,
og jafnvel talið það goðgá að gagnrýna þá. En vitanlega
78
Tímarit lögfræðinga