Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Qupperneq 82
hlutaallsherjarnefndarbls. 990—997, en þar var lagt til, að
frumvarpið yrði samþykkt, með nokkrum breytingum þó.
Álit Lagadeildar er á þskj. 367, bls. 1206—1209. Alit Mál-
flutningsmannafélagsins er á þskj. 381, bls. 1008—1014.
Álit minni hluta allsherjarnefndar er á bls. 1006—1008, og
var þar lagt til, að frumvarpið yrði fellt. Rölc gegn lögfest-
ingu frumvarpsins taldi Hæstiréttur einkum tvö. Fyrst
það, að með frumvarpinu vaeri ekki verið að koma á
„nýrri skipan á dómstólana“, sbr. 57. gr. stjórnarskrár-
innar 1920, er þá var í gildi. Ákvæðið um, að hæstaréttar-
dómari skyldi láta af störfum 65 ára að aldri væri því
brot á þeirri grein. Auk þess taldi rétturinn slikt aldurs-
takmark varhugavert af ýmsum nánar greindum ástæð-
um. í annan stað taldi rétturinn afnám hins svonefnda
dómaraprófs skerða um of sjálfstæði dómsvaldsins. Önn-
ur nýmæli frumvarpsins, er rétturinn taldi varhugaverð,
voru ákvæði um málflutningsmenn og lögboðið félag
]>eirra, er m. a. þóttu auka áhrif framkvæmdavaldsins
um of. Opinbera atkvæðagreiðslu taldi rétturinn vafasama
og opinbera ráðagerð varhugaverða.
Meginsjónarmið í álili Málflutningsmannafélagsins voru
hin sömu og í áliti Iiæstaréttar. Lögð var þó rik áherzla
á, að föstum dómurum jrrði fjölgað í fimm og að allt
réttarfarið yrði tekið til endurskoðunar. Álit Lagadeild-
arinnar var og mjög á sömu lund. Sérstök áherzla var
lögð á, að ráðagerð og atkvæðagreiðsla færi fram innan
luktra dyra, en ágreiningsatriði birt. Þá taldi deildin rétt,
að fjölga föstum dómurum úr 3 í 5 og var mótfallin því,
að slakað væri á um prófseinkunn. í áliti meiri hluta
allslierjarnefndar koma fram mjög liin sömu sjónarmið
og í greinargerð frumvarpsins. Annars er nefndarálitið
að mestu andmæli gegn áliti hæstaréttardómaranna og
röksemdir fyrir þeim. Nokkrar breytingartillögur bar
nefndin fram og taldi ýmsar þeirra leiðréttingar á villum,
sem henni virtust stafa af þvi, að orð og setningar hefðu
80
Tímarit lögfríeðinga