Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Side 88
að mestu í gömlum lögum, enda voru ákvæði hæstaréttar-
laganna að mestu miðuð við einkamál.
Hinn 1. janúar 1937 fengu gildi lög nr. 85, 23/6, 1936
um meðferð einkamála i héraði, er voru heildarlög á þvi
sviði. Allmargt nýmæla var í þeim lögum i samræmi við
fengna reynslu og þróun réttarfars í nálægiun löndum,
einkum Danmörku. Má þar nefna, að upp var tekin munn-
leg málsmeðferð, frjálst mat á sönnun, formlegar aðila-
skýrslur gerðar að sönnunargagni, afskipti dómara af
málsmeðferð mjög aukin og ítarlegri reglur en áður voru
setlar á ýmsum sviðum. Þessum reglum hlaut Hæstiréttur
að heita með lögjöfnun eftir því sem efni stóðu til. í
lögunum voru og ákvæði, er heint snertu málsmeðferð
fyrir Ilæstarétti. Má þar einkum henda á XV. kafla um
málskot. Þar voru ný ákvæði um áfrýjunarfresti og ákvæði
um nýja málskotsaðferð, svonefnda kæru. í liæstaréttar-
lögunum voru í upphafi ákvæði um málflutningsmenn
við réttinn. I V. kafla laga nr. 85/1936 voru sett heildar-
ákvæði, er snertu hæstaréttarmálflutningsmenn, shr. t. d.
55. gr. (um umhoð) og 63. gr. (um félagsskap). Þessi
kafli var siðar felldur niður, svo og III. kafli liæstaréttar-
laganna um hæstaréttarlögmenn. I staðinn komu heildar-
lög um alla málflytjendur nr. 61, 4/7 1942, og eru þau
enn í gildi með nokkrum hreytingum þó (sbr. lög nr. 119,
30/12 1943; lög nr. 25, 16/2 1953; lög nr. 40, 14/4 1954 og
lög nr. 32, 18/4 1962).
Hinn 1. júli 1951 koniu til framkvæmda lög nr. 27, 5/3
1951, um meðferð opinberra mála. Er svipað um þau að
segja og einkamálalögin, að hér var um að tefla heildar-
löggjöf, þar sem safnað var saman eldri ákvæðum, en
mörgu breytt í samræmi við fengna reynslu og þróun rétt-
arfars í nálægum löndum. Lög þessi hlutu að liafa óhein
áhrif á meðferð opinberra mála fyrir Hæstarétti, en auk
þess voru þar ítarleg ákvæði, er snertu málsmeðferð í
Hæstarétti heint. Má þar lielzt nefna XXI. kafla um kæru,
XXII. kafla um áfrýjun og XXIII. kafla um endurupptöku
86
rímarit lögfræðinga