Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Qupperneq 9
Daginn eftir, 23. marz 1914, fór fram rannsókn í máli
hans, og voru þinghöldin háð i Borg, þinghúsi og barna-
skóla Vestmannaeyinga. Stóðu þau stutt yfir, enda voru
aðeins færð til bókar höfuðatriði málsins, og ekki vikið
með nokkru orði að hinni harðvitugu viðureign, sem
Sigurður hreppstjóri kvaðst þó geta lýst, hvenær sem
óskað yrði.
Komu elvki aðrir fyrir dóm en Sigurður hreppstjóri,
sem skýrði frá því, að þeir hefðu komið að skipinu við
ólöglegar veiðar innan landhelgismarkanna, og sagði hann
frá miðum, sem hann hafði tekið, ásamt nokkrum manna
sinna, sem sönnuðu staðhæfingar hans um löghrot skip-
stjóra, og Magnús Jónsson frá Steinum undir Eyjafjöllum,
Magnús frá Hlíðarhúsi og Sveinn Jónsson á Landamótum.
Hann var formaður á öðrum vólbátnum, sem var í þessari
frægu för.
Þýzki skipstjórinn fullyrti að vísu, að hann væri alsak-
laus af dandhelgisveiðum, en dómur féll þennan sama
dag og dæmdi Karl sýslumaður skipstjórann til þess að
greiða 1335 krónur i sekt til landssjóðs fyrir brot á land-
helgislögunum, og afla og veiðarfæri gerði hann upptæk
til handa landssjóði.
Það hefur líklega verið skömmu eftir dómsuppkvaðn-
inguna, að ég sá þá Karl sýslumann, Ailexender Jóhann-
esson og þýzka skipstjórann ganga aftur og fram um
Krossgöturnar (Heimatorg), og ræðast við. Karl sýslu-
maður var í einkennisbúningi sínum og gekk heldur álút-
ur, eins og stundum endranær, en iþað sópaði að honum,
þó að hann væri ekki hávaxinn, og fremur fámáll að
þessu sinni. Þy'zki skipstjórinn var mjög æstur og hávær
og talaði með miklu handapati og öðrum tilburðum.
Höfðum við strákar gaman af að fylgjast með þessum við-
ræðum, þó ekkert skildum við af þvi, sem þessum mönn-
um fór á milli. En samt iþóttumst við skilja, að þeir væru
ekki á eitt sáttir.
Þýzki skipstjórinn áfrýjaði ekki dóminum, þó hann
Tímarit lögfræðinga
3