Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 16
áður hafði verið einn af höfuðstuðningsmönnum Karls,
ásamt félaga sínum, Gunnari Ólafssyni.
Ég hef hevrt því fleygt, að framboð Jóhanns hafi verið
þannig til komið, að nokkrir menn í Eyjum tóku sig
saman um það, að vinna að falli Karls. Komu þeir sér
saman um það, að leita til þriggja manna til framboðs
með þessari röð: séra Jes A. Gíslason á Hóli, sem þá var
verzlunarstjóri i Edinborg, Jón Hinriksson, kaupfélags-
stjóri i Fram, og Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður í Fagur-
lyst.
Viggó Björnsson bankastjóri og Páll V. G. Kolka læknir
voru sendir út af örkinni til þess að þreifa fyrir sér um
undirtektir þessara manna. Jes og Jón aftóku að verða
í kjöri. Þá héldu þeir Viggó og Ivolka inn á Tanga og
hittist svo á, að þeir sátu báðir í skrifstofu sinni félag-
arnir, Gunnar og Jóbann, en þeir voru saman um skrif-
stofu og skrifborð.
Þeir báru upp erindi sitt við Jóbann, og svaraði hann
þvi til, að undirtektir hans vrðu að sjálfsögðu komnar
undir félaga hans. Það hummaði í Gunnari, eins og
hans var vani, áður en liann leysti úr erindum manna,
en það þóttist Kolka sjá á honum, að honum mislíkaði,
að lionum var elvki sjálfum boðið að verða í kjöri, hvort
sem það hefur nú verið rétt hugboð hjá Páli. Eftir nokkra
stund sagði Gunnar síðan: „Ætli það sé ekki rétt að þú
farir fram, Jóliann, þú getur kannski orðið ráðherra“.
Þessar kosningar voru óvenjulega harkalegar. Borgara-
flokkurinn stofnaði til blaðsins Skjaldar til þess að koma
áróðrinum út til almennings. Gísli J. Johnsen átti prent-
smiðju, sem lítið hafði verið notuð undanfarin ár, og
kom liún nú í góðar þarfir fvrir flokkinn. Páll Y. G.
Kolka varð ritstjóri blaðsins. Hann er ritfær d bezta lagi
og harðskeyttur, þegar svo býður við að horfa, og mikill
flokksmaður. Var hart sótt að Karli í blaðinu, en hann
stóð höllum fæti sakir þess, að góð regla hafði ekki um
skeið verið á embættisrekstri hans, og fjárhagur lians
10
Tímarit lögfræðinga