Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 17
var bágborinn. Mikil veikindi höfðu steðjað að beimilinu
og alþingi hafði gert hann eins og aðra embættismenn
að hreinum ölmusumanni. Dýrtíð stríðsáranna hafði kom-
ið þungt við alla launamenn og skrifstofufé emhættisins
hafði hvergi nærri hrokkið til þess að reka embættið.
Karl hafði ekki yfir blaði að ráða, og greip hann til
þess ráðs að senda út í varnar skyni nokkur fjölrituð
smáblöð. Aðalstuðningsmenn Karls i kosningunum voru
AJlþýðuflokksmenn og þar fremstur í flokki ísleifur
Högnason, sem þá var að byrja sinn pólitíska feril.
Crslit kosninganna urðu þau, að Jóhann Þ. Jósefsson
var kosinn með 652 atkvæðum, en Karl fékk 354 atkvæði.
Bæjarstjórn hafði verið stofnsett í Vestmannaeyjum
árið 1918. Samkvæmt lögum var Karl oddviti hennar.
Eftir kosningarnar 1923 hóf Borgaraflokkurinn áróður
fyrir því, að kosinn yrði sérstakur bæjarstjóri. Fór fram
atkvæðagreiðsla um það í lok ársins og var mikill nreiri
liluti bæjarbúa með þeirri brevtingu á skipan hæjarmál-
anna. Fyrri hluta árs 1924 fóru síðan fram bæjarstjóra-
kosningar og var Kristinn Ólafsson kosinn bæjarstjóri
með 408 atkvæðum.
Um þessar mundir hafði Karli verið veitt lausn frá
embætti.
A alþingi var Ivarl liðtækur starfsmaður. Hann hélt
ekki langar ræður, en hann var rökvis og ræddi höfuð-
atriði hvers máls. Einkum lét liann sig skipta fjármál
landsins og framfarir og kom á framfæri nauðsvnja-
málum kjördæmis sins. Hér verður aðeins minnzt á tvö
af stórmálum Vestmannaevinga, björgunar- og eftirlits-
skip við strendur landsins, og hafnarmál Vestmannaey-
inga.
Það kom í hlut Karls að annast framkvæmdir að upp-
hafi hafnargerðar i Eyjum. Eftir að vélbátaúhægurinn
kom til sögunnar, varð mjög aðkallandi, að höfnin yrði
bætt og varin. Það var ekki sök Karls eða Vestmannaey-
Tímarit lögfræðinga
11