Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 30
rannsaka það hverju sinni, hvort sátt um tiltekið efni sé
löglegt eða ekki.
3.2. Til þess að um réttarsátt geti verið að ræða, er
nauðsynlcgt, að deilumálið sjálft sé útkljáð að nokkru
leyti eða öllu. Það nægir, að sátt sé gerð um aðeins óveru-
legan hluta stefnukrafanna, t. d. aðeins um vexti, en ekki
sjálfa stofnkröfuna.
Samningar aðila um varnarþing, fresti, um að flytja
mál fyrst um sök o. s. frv., eftir að deilur um það hafa
risið, teljast ekki til réttarsátta, þar sem með slíkum
samningum er ekki að neinu leyti bundinn endir á sjálft
deilumálið.
Það verður ekki talið skilyrði réttarsáttar, að báðir
aðilar hafi gefið eftir af kröfum sínum. Rök fyrir þeirri
tilhögun eru einkum þau, að ekki sé nægjanleg ástæða til
þess að beita mismunandi lagareglum um þær sáttir, þar
sem aðilar liafa gefið eftir af kröfum sínum og hinum,
þar sem annar aðili hefur fengið kröfur sínar teknar til
greina að öllu leyti. í þessu sambandi er bent á, að oftast
sé unnt að segja, að annar livor aðila hafi gefið eftir
einhvern óverulegan hluta af kröfum sínum, t. d. veitt
stuttan gjaidfrest o. s. frv., og er því talið ósanngjarnt
að láta slík óveruleg atriði ráða úrslitum um það, hvort
mismunandi lagareglum sé beitt eða ekki. í báðum til-
vikum má einnig segja, að aðilar iiafi orðið sannnála um
það, að dómur þurfi ekki að ganga og að hin gagnkvæma
tilslökun sé fólgin í þessu atriði. Þess vegna er það talið
réttarsátt, þegar stefndi greiðir stefnukröfuna að öllu
leyti og tekur jafnframt að sér að greiða málskostnað.
Einnig verður að teljast réttarsátt, þegar aðilar verða
sammála um að hefja mál, sbr. 3. tl. 1. mgr. 119. gr. laga
nr. 85/1936.
Slikar sáttir hafa sömu verkanir og sáttir almennt, sjá
10.0., þar á nreðal er liafningin bindandi fyrir aðila á
sama hátt og venjulegir samningar, og er því máli að
24
Tímarit lögfræðinga