Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 31
jafnaði þar með lokið að fullu, þó að svo þurfi ekki alltaf
að vera.
Hafi t. d. aðilar orðið sammála um að hefja mál í því
skyni að flytja það á milli þingháa, þá nær sáttin ekki til
stefnukrafanna að neinu leyti og því væri stefnanda
fullkomlega heimilt og rétt að þingfesta málið að nýju í
síðari þinghánni. Er þvi hér nánast um réttarfarssátt eða
eftir atvikum réttarfarssamning að ræða, shr. 6.7. og 6.9.
Þess er að geta að lokum, að réttarsáttir fela það alltaf
í sér, að máli er þar með lokið að því leyti. Þvi má með
nolvkrum rétti halda þvi fram, að réttarsáttir feli jafnan
i sér hafningu máls.
Réttarsáttir um að fella mál niður eru annars nokkuð
algengar i framkvæmd.
Ein sátt, gerð á bæjarþingi Reykjavikur á árinu 1969,
var svohljóðandi:
„Samkomulag er með lögmönnum aðila, að mál þetta
verði fellt niður, enda hefur lögmaður stefnda skuldbund-
ið sig að greiða f. h. umbjóðanda síns US $ 17, án vaxta,
á því gengi, sem dæmt verði í málum út af viðskiptum,
sem byggjast á sams konar samningi og til grundvallar
viðskiptum þessum liggur. Mál þetta er fellt niður“. Hér
er um að ræða aðfararhæfa réttarsátt með frestsskilyrði.
3.3. Erlendar sáttir teljast ekki til réttarsátta, enda
hafa þær ekki annað gildi hér á landi en sem samningur
milli aðila. Þetta gildir þó aðeins, ef lög hafa ekki gert
aðra skipun á. Þannig veita lög nr. 30/1932, 2. gr., sáttum,
gerðum í einu riki, gildi sem aðfararhæfum dómi í öðru.
4.0.
4.1. Mjög hefur verið um það deilt, hvert væri hið
raunverulega eðli réttarsátta. Hefur það þótt skipta miklu
máli í samhandi við spurninguna um það, hvort reglum
réttarfars eða borgaralegs réttar ætti að beita um réttar-
sáttir. Allar þær kenningar í 4.1.1., 4.1.2. og 4.1.3. hér að
Tímarit lögfræðinga
25