Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 32
neðan eiga það sameiginlegt, að þær byggja á vissu eðli
réttarsáttar og draga svo af því svör við þeim vanda-
málum, sem upp kunna að risa (deductiva aðferðin).
4.1.1. Sumir lialda þvi fram, að réttarsáttir séu ein-
göngu réttarfarslegt fvrirbæri. Af þvi er svo aftur dregin
sú ályktun, að eingöngu beri að beita reglum réttarfarsins
á réttarsáttir. Þetta getur haft mikla þýðingu, þar seni
réttarfarið hefur oft og einatt annars konar reglur um
tilvik, heldur en borgarlegi rétturinn. Efnislegi rétturinn
leyfir það t.d. að binda alls konar yfirlýsingar og loforð
skilyrðum, en réttarfarsreglur banna hins vegar slík skil-
yrði lang oftast. Enn fremur er t. d. minna tillit tekið til
alls konar misskilnings í réttarfarinu, heldur en í borgara-
lega réttinum. Samkvæmt þessari kenningu mætti því t. d.
yfirleitt ekki binda réttarsáttir skilyrðum og réttarsáttum
yrði ekki eins auðveldlega lineklct, þó þær væru haldnar
einlwerjum ógildingarástæðum.
4.1.2. Aðrir halda því fram, að réttarsáttir séu ein-
g'öngu borgaraiegs eðlis. Er sú kenning einkum rökstudd
með þvi, að réttarfarsáhrif séu ekki innihald sáttarinnar,
heldur afleiðing af henni. Samkvæmt þessari kenningu
er sátt t. d. nær alltaf gild, ef hún fullnægir skilyrðum
hins efnislega réttar, enda þótt formreglur kunni að liafa
verið brotnar að einhverju leyti.
4.1.3. Elcki þótti unnt að fvlgja annarri hvorri kenn-
ingunni í 4.1.1. eða 4.1.2. án þess að gerðar væru margar
undantekningar. Af þessum og einnig öðrum ástæðum kom
upp þriðja kenningin, en samkvæmt henni eru réttarsáttir
tviþætts eðlis. Flestir fræðimenn liallast nú að þessari
skoðun. Kenning þessi gengur i stuttu máli út á það, að
réttarsáttir verði að uppfylla skilyrði beggja réttarsvið-
anna til þess að vera gild.
4.2. Það virðist vera i betra samræmi við islenzkan
hugsunarhátt og vinnubrögð að nota „inductivu“ aðferð-
ina um réttarsáttir, enda þótt niðurstaðan sé mjög svipuð
og ef kenningunni um tviþætt eðli réttai*sátta væri beitt.
26
Timarit lögfræðinga