Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 39
6.10. Það er raunhæft úrlausnarefni, hvort le\'fa eigi
sáttir fjæir héraðsdómi, eftir að héraðsdómur er fallinn,
en áður en áfrýjunarfrestur er liðinn. Dómur hefði þá að
vísu efnislegar réttarverkanir (res judicata verkanir) fyrir
dómara og aðila, en hefði hins vegar ekki ennþá form-
legar réttarverkanir, því að ennþá má hnekkja dómi með
áfrýjun. Aðilar gcta auðvitað náð sama árangri með því
að áfrýja málinu og gera síðan réttarsátt fvrir áfrýjunar-
dómstólnum á þann hátt, sem þeir vildii. Spurning er þó,
hvort nokkur ástæða sé til þess að neyða aðila til að leggja
út í þann kostnað og fyrirhöfn, sem af áfrýjun máls leiðir,
ef þeir eru á annað borð reiðuhúnir til þess að gera sátt.
Minna má á, að aðstaðan getur verið sú, að héraðsdóm-
ara hafi orðið á mistök, án þess að unnt sé að koma að
leiðréttingu, sbr. 195. gr. eml., og að aðilum og dómara
sé þetta ljóst. Er þá heppilegt, að lieimild til sátta sé
fyrir hendi, þar sem með því móti mætti stundum komast
hjá (ónauðsynlegri) áfrýjun málsins.
Þetta veltur á því, hvernig skýra her 196. gr. laga nr. 85/
1936, cn grein þessi minnist ckki á réttarsáttir sérstaklega.
Efnisrök þau, sem liggja að haki reglunum um bindandi
úrslit sakarefnis, leiða ekki óhjákvæmilega til þess skiln-
ings, að sáttir megi ekki gera fyrir héraðsdómi, eftir að
héraðsdómur er fallinn. Að öllu athuguðu virðist þvi rétt-
ara að velja hina liagkvæmari og greiðfærari leið fyrir
aðila og leyfa þeim að gera réttarsátt um mál fyrir liéraðs-
dómi, enda þótt héraðsdómur liafi >þegar gengið í máli
aðila.
Þessi niðurstaða kann að koma nokkuð á óvart, en
réttarfarsregiur verða sem mest að miða að því marki,
að rekstur máls verði sem greiðastur, án þess þó að réttar-
öryggi sé teflt í tvísýnu. Slíka sátt, sem að ofan getur, ætti
að gera hjá þeim dómstól, sem kvað upp dóminn. Ekkert
ætti að vera því til fyrirstöðu að gera aðeins hlutasátt eða
eftir atvikum allsherjarsátt o. s. frv.
Eftir að héraðsdómur er hins vegar orðinn formlega
Tímarit lögfræðinga
33