Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 42
Ef ekkert er tekið fram i sáttinni, er nægjanlegt að beina
endurupptökubeiðni að dómstól eða andstæðingi.
7.2. Ákvæði 5. gr. laga nr. 19/1887 verða ekki skoðuð
tæmandi talning um það, hvernig sanna megi tilvist skil-
yrðis. Þvert á móti verður að líta svo á, að þetta megi
sanna með ýmsu öðru móti, t. d. með vitnaleiðslum o. s.
frv. (sbr. t. d. B. Gomard, Fogederet, bls. 23), en senni-
legt er, að aðili verði þá að höfða bæjarþingsmál til þess
að sanna tilvist skilyrðis.
8.0.
8.1. Telja verður, að dómarar liafi nokkrar skvldur
í sambandi við réttarsáttir, sem eru ýmist byggðar á
lögum eða eðli máls. Ef dómari er í vafa samkvæmt þvi,
sem hér að neðan verður rakið, hvort leyfa eigi sátt eða
ekki, þá getur hann krafizt þeirra gagna, sem iiann telur
þurfa til þess að upplj’sa þann vafa. M. a. gæti dómari
krafizt þess, að stefna vrði lögð fram og sennilega gæti
liann einnig krafizt þess, að aðilar mættu sjálfir, sbr. 8.
og 9. gr., sbr. 19. gr. eml. Eftir atvikum verður að telja,
að dómari gæti með úrskurði synjað sáttar, ef hann teldi
skilyrði löglegrar réttai'sáttar ekki fvrir hendi. Væntan-
lega yrði þó i framkvæmd fremur sjaldgæft, að dómari
stæði i vegi fyrir sátt, ef aðilar væru reiðubúnir að gera
liana.
8.1.1. Dómari á að sjá um, að réttarsátt sé skýrt og
greinilega orðuð.
8.1.2. Dómari á að gæta leiðbeiningarskyldu sinnar, ef
um það er að tefla. Eftir atvikum á hann einnig að fylgj-
ast með því, að annar aðili hagnist ekki á óréttmætan
liátt á kostnað hins.
8.1.3. Dómari á að fylgjast með því, að aðilar eigi ráð-
stöfunarrétt á sakarefni, að innihald sáttarinnar striði
ekki á móti lögum og að ekki sé ómögulegt að efna sáttina.
8.1.4. Dómari á einnig að fylgjast með þvd, að sáttin
sé ekki haldin neinum ógildingarástæðum (t. d. að svik-
36
Tímarit lögfræðinga