Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 44
reglur gilda um þetta. Er þá sátt óafturkallanleg, þegar
tilboð liefur verið samþykkt, enda þótt sáttin hafi ekki
verið færð til bókar. Til samanburðar má benda á, að
ýmsar yfirlýsingar hafa fullt gildi, enda þótt þær hafi
ekki enn verið færðar til bókar, t. d. kröfufráfall o. s. frv.
Hins vegar kemur til álita, að láta sátt þá fvrst fá gildi,
þegar lnin liefur verið bókuð, lesin upp og samþykkt. Er
einkum á það að 'Iíta, að réttarsáttir eru stundum nokkuð
flóknar og aðilar eru ekki endanlega búnir að ganga frá
öllum atriðum, fvrr en sáttin hefur verið bókuð og lesin
upp eða sýnd. I þessu sambandi má enn fremur minna á,
að aðilar álíta sig oft og einatt ekki bundna við réttarsátt,
fyrr en hún hefur verið bókuð og lesin upp. Loks má
geta þess, að sönnun um efni sáttar og jafnvel, bvort hún
hafi komizt á, getur orðið erfið, ef hún liefur ekki þegar
verið bókuð. Önnur rök eiga því hér við um réttarsáttir,
heldur en um venjulegar utanréttarsáttir. iAð öllu athuguðu
er því sennilegt, að slðarnefnda lausnin vrði valin.
9.0.
9.1. Það verður siðar á það minnzt, að réttarsátt verður
að uppfylla skilyrði kröfuréttarins til þess að vera gild,
sbr. 11.2. Hér verður að nokkru tekin til meðferðar sú
spurning, hvernig með skuli fara, ef reglur réttarfarsins
eru brotnar við gerð réttarsátta. Það fer mjög eftir at-
vikum, hverjar afleiðingar af sliku verða. Stundum hafa
slík brot engin áhrif á réttarsáttina, stundum skortir sátt
aðeins aðfararliæfi, en einnig getur það komið til, að
sáttin verði ógild 1 heild sinni. Að visu fjallar 2. og 3.
mgr. 16. gr., sbr. 19. gr. eml. um það, bvenær réttarsátt
skortir samningsgildi og bvenær aðfararbæfi, en þau
ákvæði verða ekki skoðuð tæmandi talin um þau til-
vik, sem geti haft áhrif á samningsgildi eða aðfararhæfi
sáttar. í>vert á móti verður að meta það i hverju einstöku
tilviki, hvaða afleiðingar brot á réttarfarslöggjöf við gerð
sáttar geti haft á gildi hennar. Þegar meta skal gildi
38
Tímarit lögfræðinga