Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 45
sáttar vegna brots á þeirri löggjöf, ber einkum að hafa
í huga, að réttarfarslegu örvggi sé ekki teflt í hættu og
að réttarsáttir teljast eftirsóknarverð málalok, sbr. 4.2. og
5.0. hér að framan.
Réttarörvggi er yfirleitt ekki talið stefnt í hættu, þótt
slíkar réttarfarsreglur hafi verið iu-otnar við gerð réttar-
sáttar. Þess vegna geta réttarsáttir oft og einatt verið
gildar, enda þótt ýmsum skilyrðum réttarfarsreglna hafi
eigi verið fullnægt. Sátt er því yfirleitt gild, þótt t. d.
dómari hafi verið vanhæfur, þótt sátt liafi verið gerð á
Ijæjarþingi um mál, sem lieyrir undir sjó- og verzlunar-
dóm, eða jafnvel félagsdómsmál væri sætt á bæjarþingi
eða í merkjadómi o. s. frv. Ekki veldur það heldur ógildi
sáttar, þótt mál hafi verið sætt á röngu varnarþingi, þó
að farizt hefði fvrir að leggja málið fvrir sáttanefnd til
sátta o. s. frv.
Yfirleitt má því sennilega lita frjálslega á brot gegn
réttarfarsreglum, þegar metið er gildi sátta. Spurning
er, hvort sátt væri ekki ógild, ef dómari væri sjálfur
aðili eða umboðsmaður aðila og er það þó umþrætt. Ef
dómara hefur skort löggildingu, þá hefur engin réttar-
sátt komizt á, aðeins utanréttarsátt. Sumsstaðar er talið,
að i fjölskipuðum dómi verði varla gengið lengra en að
krefjast þess, að formaður hafi löggildingu, enda reynir
mest á hann í sambandi við sáttir.
9.2. Það, sem rakið var hér að framan um það, að
yfirleitt væri ekki ástæða til að líta alvarlegum augum
á brot á réttarfarslöggjöf við gerð réttarsátta, gildir þó
ekki, ef réttarfarsskilyrði þau, sem brotin eru, snúa að
aðilum sjálfum. Hér verður því nokkru nánar kannað, að
hve miklu leyti brot á þeim réttarfarsskilyrðum, sem að
aðilum snúa, hafa áhrif á réttarsáttir.
9.2.1. Réttarfarslegt aðilahæfi og efnislegt réttindaliæfi
fellur að öllu verulegu lej'ti saman, að því er séð verður.
Verður þvf ekki um neinar sérreglur réttarfars að ræða
að iþvi levti. Á hinn bóginn er þess að gæta, að aðili hefur
Timarit lögfræðinga
39