Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 47
til þess að gera sáttir fer þá að efnislegum rétti. (Afleið-
ingin yrði þá m. a. sú, að samþykki yfirlögráðanda
yrði að fá um allar sáttir, þar sem fjárráðstafanir væru
mikilsháttar eða óvenjulegar, sbr. 36. gr. laga nr. 95/
1947. Sá liins vegar litið á réttarsátt sem hreina réttar-
farsathöfn, shr. 4.1.1., þá vœri heimild lögráðamanns
miklu víðari, þar sem aðai •''glan er þá sú, að lögráða-
maður megi gera allar réttarfarsathafnir, en beri eftir
atvikum bótaábvrgð á þeim athöfnum.
Algengasti skilningurinn er sennilega sá, að heimild
lögráðamanns lil að gera sáttir, fari eftir efnislega rétt-
inum. 1 dómi i máli bæjarþings Reykjavikur nr. 4/1969,
uppkveðnum 1. júlí 1969, reyndi á þetta atriði. Taldi
liéraðsdómm-inn, að sáttin hefði orðið að fullnægja skil-
yrðum efnislega réttarins. Dómi þessum var ekki áfrýjað.
í þessu sambandi hefur því verið haldið fram, að unnt
væri að greina á milli þess, hvort sátt væri „in concreto“
mikilvægur efnislegur gerningur (þá þvrfti væntanlega
samþykki vfirlögráðanda), eða aðeins mikilvægur réttar-
farslegur gerningur (þá þvrfti væntanlega ekki samþykki
yfirlögráðanda). Ekki er þó alltaf ljóst, hvenær sátt er
mikilvæg efnislega séð, en elcki réttarfarslega og öfugt.
Er vafasamt, hvort þessi skipting á rétt á sér.
9.2.4. Það hefur verið nokkuð almenn skoðun liér á
landi, að héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn hefðu ekki
heimild til að gera réttarsátt skv. stöðuumhoði sínu. Sá
skilningur er einnig ríkjandi í Danmörku (sjá t. d. UFR
1936, bls. 491, UFR 1948, hls. 614, og Tvistemaal, 2. útg.,
bls. 54). Um þetta efni hafa ekki gengið dóinar hér á
landi, svo kunnugt sé. Öruggt er, að lögmenn hafa ekki
stöðuumboð, skv. 4. gr. laga nr. 61/1942, til að gera réttar-
sátt, hvorki beint eða per analogiam, sbr. Hrd. 1944, bls.
64, enda þarf eklci að taka tillit til sérreglna réttarfarsins
við gerð utanréttarsátta.
2. mgr. 4. gr. laga nr. 61/1942 er það rúm, að stöðu-
umboð lögmanns getur einnig náð yfir réttarsáttir, a. m.
Tímarit lögfræðinga
41