Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 48
k. langoftast. Stangast því hér á efnisreglur og form-
reglur réttarfarsins. Þegar svo er, getur verið spurning
um það, sbr. 4.2., hvort ekki eigi að velja lausn, hyggðri
ú sjónarmiðum, sem eru hentugust og í beztu samræmi
við lagarök hverju sinni. Er þess þá fjTst að geta, að
réttarsáttir eru yfirleitt eftirsóknarvei’ðar, bæði fyrir
dómara og aðila máls. Það getur oft og einatt haft í för
með sér töf í máli og óvissu, ef lögmaður þarf ávallt að
fá samþykki skjólstæðings síns til sáttar. Ef gagnaðili
gerir hins vegar sátt við lögmann andstæðings sins, er
óvissan á hinn hóginn í þvi fólgin, að gagnaðili má búast
við því, að unnt sé að ógilda sáttina vegna umboðsskorts.
Þá er og varla vafi á því, að réttarfarsreglur um hraða
meðferð máls og réttarörvggi mæla með þvi, að lögmaður
hafi slíkt umhoð. Til samanburðar má og geta þess, að
lögmaður hefur venjulega umhoð til þess að falla frá
stefnukröfum, viðurkenna dómkröfur eða taka ekki til
varna, því að hér er um venjulegar réttarfarsatbafnir að
tefla, sem dómstóll verður að geta gengið út frá að haldi.
Að sjálfsögðu mundi lögmaður eftir atvikum hera skaða-
bótaábyrgð gagnvart sínum skjólstæðingi, ef hann færi
lit fyrir heimild sína við gerð réttarsátta. A hinn hóginn
eru svo hagsmunir aðila af því, að hann sé ekki bundinn
við réttarsátt, sem hann hefur ekki gefið heimild til. Er
einkum á það að líta, að skjólstæðingur gæti ekki hnekkt
réttarsátt, ef stöðuumboð lögmanns til slíkrar sáttar væri
viðurkennt, t. d. er áfrýjun ekki leyfileg. Réttarfarsat-
hafnir lögmanns, sem aðili er ekki ánægður með, enda
hins vegar í mesta lagi með óhagstæðum dómi, sem aðili
getur ef til vill bætt úr með áfrýjun málsins. Á meðan
dómsúrlausn liggur ekki fyrir um þetta efni, verður ekki
fullyrt um, hvora leiðina ætti að velja.
9.2.5. Annars konar málflutningsumboð, t. d. pró-
kúruumboð, umboð sameiganda eða umboð löðráðamanns.
Um slik umboð fer sennilega eftir efnislega réttinum.
Sá, sem prókúru hefur, má þá t. d. gera sátt um
42
Tímarit lögfræðinga