Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 52
sáttum. Þetta stafar að nokkru leyti af þ\á, að sátt hefur
ekki formleg réttarálirif og því mjög víðtæk heimild til
að hnekkja henni, ef hún er haldin ógildingarástæðum.
Ef sáttir ættu því að hafa slik neikvæð efnisleg áhrif, þá
yrði dómari ávallt um leið að athuga, hvort sáttin væri
gild eða ekki. Af þ\d leiðir, að 196. gr. laga nr. 85/1936
á ekki við um sáttir. Þess vegna er það, að ef A höfðar
mál á hendur B um sama sakarefni og þeir hafa gert sátt
um, þá ætti eJcki að frávísa, heldur gæti verjandi lagt
fram sáttina sem efnisvörn í málinu og fengið sj'knu.
(iAnnarrar skoðunar er Einar Arnórsson í Almenn með-
ferð einkamála í héraði, bls. 41).
10.7. Sáttir hafa ekki jákvæð efnisleg réttaráhrif og
eru að því leyti ólíkar dómum, sbr. 1. mgr. 196. gr. laga
nr. 85/1936. Astæðurnar fyrir þessu eru þær sömu og
nefndar voru í 10.6. hér að framan. Hins vegar er ekki
loku fyrir það skotið, að efni sáttar geti orðið sönnunar-
gagn milli sömu aðila með svipuðum hætti og samningar.
Þetta stafar þó aðeins af þvi, að sátt er bindandi samn-
ingur milli aðila, en ekki vegna þess, að réttarfarsreglur
gefi sátt nein sönnunaráhrif. A hefur til dæmis skuld-
bundið sig til að afhenda ákveðið land til B með sátt. A
höfðar síðan mál á hendur B út af spjöllum á landinu.
Hér eru vissar líkur fyrir því, að A sé réttur eigandi lands-
ins. Annars fer það mjög eftir atvikum hverju sinni,
hversu ríkt sönnunargildi sáttar er, og verður þ\d dómari
að meta það, samkvæmt 122. gr. laga nr. 85/1936.
10.8. Sé sátt gerð um aðfararhæfa kröfu, er fyrningu
þar með lokið og nýr fyrningarfrestur hefst, venjulega
10 ár. Eftir þvi sem við á gildir það sama um réttarsátt,
þar sem viðurkennd er sjóveðréttarkrafa ,(sbr. Þórður
Evjólfsson, Um lögveð, bls. 234).
10.9. Aðili réttarsáttar getur í vissum tilvikum unnið
rétt samkvæmt reglunum um traustnám. Það sama á ekki
við um dóma.
46
Tímarit lögfræðinga