Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 60
miÖum, sem rakin eru í 11.0. Auk þess gæti l>ú og jafn-
vel einstakur kröfuhafi, að vissum skilyrðum fullnægð-
um, höfðað riftunarmál gegn viðsemjanda þrotamanns,
þar sem þess væri krafizt, að sáttin yrði ógild með dómi.
I lögum nr. 18/1949 um kyrrsetningu og lögbann, er
ekki að finna nein ákvæði, sem óheimila réttarsáttir um
staðfestingu á kyrrsetning'u eða lögbanni. í 6. tl. 3. mgr.
5. gr. laga nr. 85/1936 er beinlínis boðið að leita skuli
sátta um slíkar kröfur. Að þessu athuguðu er ekkert þvi
til fyrirstöðu, að réttarsátt sé gerð um staðfestingarmálið
eitt sér með eða án kröfu þeirrar, sem var tilefni kyrr-
setningarinnar.
13.2. I Hrd. 1938, bls. 341 (og svipuðum dómi í sama
bindi, bls. 749) reyndi með sérstökum hætti á gildi sjó-
veðréttar. Málavextir voru i stuttu máli þeir, að vélstjóri
nokkur, A, sótti útgerðarmann, B, til greiðslu eftirstöðva
af ógoldnu vélstjórakaupi og krafðist jafnframt sjóveð-
réttar i tilteknu skipi til tryggingar stefnukröfunum.
I héraði viðurkenndi B kröfur A og var dæmdur í
samræmi við það til greiðslu þeirra og til að þola sjóveð-
rétt.
1 Hæstarétti höfðaði C meðalgöngusök á hendur háð-
um aðilum í héraði, þeim A og B, og krafðist þess aðal-
lega, „að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur, en til
vara, að ákvæði hans um sjóveðrétt í v.s. Stathav, SI 21,
verði með öllu niður fellt, og til þrautavara, að sú upp-
hæð, sem tryggð verði með sjóveðrétti, verði lækkuð .. .“.
Heimild C til áfrýjunar málsins og meðalgöngu var á
þvi byggð, að hann hafi átt samningsveð í skipinu og
hafi eigi fengizt full greiðsla á veðskuldinni af uppboðs-
andvirði skipsins vegna sjóveðréttar þess, sem ákveðinn
hafi verið í héraðsdóminum. Um aðalkröfu áfrýjanda
sagði Hæstiréttur, að með liliðsjón af varakröfu hans,
vrði að líta svo á, að áfrýjandi beindi ómerkingar-
kröfu sinni ekki að fjárkröfum þeim, sem dæmdar hafi
verið í héraðsdóminum, heldur aðeins að ákvæðum hans
54
1 ímarit lögfræðinga