Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 61
uin sjóveðréttinn. Er og hæpið, að áfrýjandi iiefði getað
fengið fjárkröfuna sjáifa ómerkta, því að til þess skorti
hann lögvarða hagsmuni, þar sem áfrýjandi var ofar í
skuldaröð en sjálf krafan, en á eftir, ef sjóveð fylgdi henni.
Samkvæmt því voru ákvæði héraðsdómsins um greiðslu
B til A staðfest. Um sjóveðréttinn segir liins vegar, að
með viðurkenningu B á skuldakröfu A hafi B ekki getað
veitt A sjóveðrétt í skipinu nema þvi aðeins, að krafa
A liefði verið tryggð á þann veg i lögum. Síðan komst
dómurinn að iþeirri niðurstöðu, að í veigamiklum atriðum
væri vanreifað, hvort sjóveðréttur fylgdi umræddri kröfu
og ómerkti því sjóveðréttarkröfuna og vísaði henni frá
liéraðsdómi.
í fljótu hragði kynni að sýnast, að dóniur þessi væri
ekki i samræmi við það, sem að framan er ritað um
heimild til þess að gera sátt um allar viðurkenningar-
kröfur. Héraðsdómurinn var augljóslega dæmdur i sam-
ræmi við 107. gr. laga nr. 85/1936. Ekki verður talið, að
í hæstaréttardóminum felist annað og meira en það, að
valt geti verið fvrir héraðsdómara (og auðvitað aðila
líka) að dæma mál skv. 107. gr. eml., án þess að liuga að
því um leið, hvort lög leiði til kröfunnar, eins og hún
liggur fyrir, eða án þess að hún sé studd fullnægjandi
gögnum. Er þetta ekkert sérstakt um sjóveðréttarkröfur,
heldur á við um allar kröfur. Nákvæmlega eins hefði
farið um hvaða kröfu sem vera skal, ef hún hefði verið
dæmd án þess að lög leiddu til hennar eða annars ekki
nægjanlegum gögnum studd. Sé á rétt 3ja manns hallað
með slíkum efnislega röngum dómi, þá iiefði hann getað
fengið slíkum dómi bægt frá lögmætum réttindum sínum
með sömu eða einhverri svipaðri aðferð og 3ji maður
beitti í umræddum dómi Hæstaréttar. Af þessum sökum
hnekkir hæstaréttardómur þessi í engu framanrituðu um
réttarsáttir. Hitt er svo annað mál, að dómari mundi
vart ljá atbeina sinn til sáttar, ef hann sæi, að lög leiddu
ekki til kröfu þeirrar, sem um er teflt og eftir atvikum
Tímarit lögfræðinga
55