Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 65
aðalskuldarinn verið sýknaður í máli, þá er samt hugs-
anlegt, að kröfueigandi geti náð dómi á ábyrgðarmann,
sem ekki hefur verið aðili að dómsmáli. Hafi hins veg-
ar sátt verið gerð við aðalskuldara í samsvarandi til-
felli, um að hann sleppi við að greiða skuldina, þá mundi
sáttin oftast verða skýrð svo, að þar með sé ábyrgðar-
maður einnig laus.
15.3. Hér verður aðeins rætt um eiginieg 3ja manns
loforð, þ. e. þau tilvik, þar sem talið er að 3ji maður eigi
sjálfstæðan rétt til að leita eftir efndum loforðsins. Sé
um dóm að ræða, þar sem loforðsmóttakandi hefur fengið
loforðsgjafa dæmdan til að greiða 3ja manni t. d. ákveðna
fjárhæð, þá er talið að 3ji maður eigi ekki sjálfstæðan
rétt til þess að gera fjárnám eftir þeim dómi hjá skuldara
(loforðsgjafa), heldur verði hann að fara i sérstakt mál.
Þetta er talið hyggjast á því, að dómur í máli milli
loforðsgjafa og loforðsmóttakanda um 3ja manns lof-
orðið er ek'ki bindandi fyrir 3ja mann. Ivemur það einna
gleggst fram, ef t. d. loforðsmóttakandi hefur tapað mál-
inu vegna þess, hve hann hefur sótt rétt sinn slælega. Er
þá slikur sýknudómur ekki bindandi fyrir 3ja mann. Um
réttarsáttir gegnir hins vegar öðru máli. Þegar dómur
gengur í máli milli loforðsgjafa og loforðsmóttakanda, er
aðeins dæmt um kröfur loforðsmóttakanda á loforðsgjafa
um greiðslur til 3ja manns, en elcki um rétt 3ja manns
til þess að krefjast þeirrar greiðslu sjálfstætt. Réttarsátt
þarf 'hins vegar hvorki að takmarkast við sjálft deilu-
efnið né aðila dómsmálsins.
Ef 3ji maður gerist aðili slíkrar sáttar, þá hefur hann
vafalaust sjálfstæðan rétt til þess að gera fjárnám sam-
kvæmt henni.
En hver er réttarstaða 3ja manns, ef hann er ekki aðili
réttarsáttar, en loforðsgjafi og loforðsmóttakandi hafa
með berum orðum eða á annan hátt veitt honum ein-
hvern rétt og auk þess heimild til þess að gera sjálfstætt
aðför samkvæmt sáttinni?
Tímarit lögfræðinga
59