Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 70
17.0.
17.1. Stundum er 'það boðið, að samningar skuli vera
i ákveðnu formi til þess að vera gildir eða til þess að
öðlast viss réttaráhrif, t. d. til þess að öðlast visst sönn-
unargildi. Er íþá vfirleitt fyrst og fremst krafizt þess, að
samningar séu skriflegir.
Sliikt form getur bæði verið lögákveðið (i erlendum
rétti er mjög algengt, að gjafaloforð og vissir samningar
um fasteignir skuli vera skriflegir) og einnig geta aðilar
hafa samið svo um, að samningur milli þeirra sé þvi
aðeins gildur, að hann uppfylli visst form. Réttarsáttir
virðast ávallt uppfylla það skilyrði, að samningur þurfi
að vera skriflegur.
Formfastar einhliða yfirlýsingar eru sennilega einnig
leyfilegar með réttarsátt en þó ekki alltaf. T. d. getur
erfðaskrá eðli sínu samkvæmt ekki órðið þáttur í samn-
ingi. Dómkrafa þess efnis, að stefndi verður dæmdur til
að gera erfðaskrá, mundi ekki ná fram að ganga, og því
er réttarsátt heldur ekki leyfiieg.
Réttarsátt getur aðeins uppfyllt það skilvrði að vera
skjalleg. Hins vegar fullnægir hún ekki öðrum formskil-
vrðum, t. d. ef það er skilyrði, að A og B geri samning
persónulega, þá verða þeir líka sjálfir að standa að réttar-
sátt.
18.0.
18.1. Utanréttarsátt hefur aðeins efnislegt gildi milli að-
ila, en liins vegar engin bein álirif á dómsmál milli þeirra.
Þess vegna Jheldur dómsmál áfram með venjulegum hætti,
enda þótt utanréttarsátt hafi verið gerð um deiluefnið, ef
hvorugur aðili gerir kröfu til þess, að tekið verði tillit til
utanréttarsáttarinnar. Á hinn bóginn getur utanréttarsátt
haft áhrif á dómsmálið, ef aðilar gera kröfu til þess,
en það fer eftir afstöðu þeirra, hver slik áhrif verða.
Þess vegna getur hvor aðili sem er, á hvaða stigi máls
sem er, gert þær kröfur, að nú verði utanréttarsáttin lögð
64
Tímarit lögfræöinga