Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 80
háttsemi skipstjórans að tœma hotntanka nr. I og II hefði
verið orsökin, en yrði hins vegar talið, að orsök slyssins
mætti rekja til framangi-eindrar háttsemi skipstjórans H,
þá mótmælti stefndi því, að hann hæri áhyrgð á tjóninu
með öllum eigum sínum. Sú háttsemi skipstjórans að tæma
hotntankana miðað við þann farm, sem i skipinu var, væru
þá mistök, sem stefndi gæti með engu móti horið ábyrgð á
með öllum eigum sínum. Stefndi mótmælti þvi algerlega,
að skipseigendum væri persónulega skylt að rannsaka
skipsskjöl varðandi hleðslu skipa og dælingu botntanka.
Slilc skjöl tilheyrðu skjalasafni skipsins og skvlda til að
kynna sér þau hvildi eingöngu á skipstjórnarmönnum.
Stefndi benti á, að áðurnefndur IM hefði verið i þjón-
ustu lilutafélagsins F, en ekki hins stefnda félags, og gæti
því ekki verið um neina áhvrgð hjá stefnda að ræða af
þessu tilefni.
Yrði hins vegar litið svo á, að tjónið hefði orðið vegna
mistaka skipstjórnarmanna, mótmælti stefndi þvi eigi að
síður, að hann hæri á því nokkra áhyrgð, þar sem stefndi
hafi með ákvæðum í farmskírteini algerlega undanskilið
sig ábvrgð á tjóni af völdum gáleysisvei'ka skipshafnar.
Samkvæmt þessu ákvæði farmskírteinisins taldi stefndi
það alveg ljóst, að liann hefði undanþegið sig ábvrgð á
tjóni af slikum völdum, en fai'inskirteinið væri grund-
völlur réttarstöðu stefnda og viðtakanda vöi'unnar. Yæri
að sjálfsögðu ekkert þ\í til fyrirstöðu, að skipseigendur
takmöi'kuðu ábyi'gð sina fi'á þvi, sem siglingalögin gerðu
i'áð f\TÍr, enda löngu viðurkennt af dómstólum, að slikt
væri heimilt.
Að endingu reisti stefndi sýknukröfu sina á því, að þótt
farmeigendur sjálfir hefðu átt sjóveðrétt i farmgjaldi, þá
gæti slikur réttur elcki yfirfærzt til tr\rggingafélagsins.
Réttur sá, sem 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954 gerði ráð
fyrir að \rfirfærðist, væri aðeins almennur kröfuréttur en
ekki sjóveðréttur. Yrði eigi á það fallizt, þá krafðist stefndi
þess, að skaðabótaáhyrgð hans yrði felld niður eða lækkuð
74
Tímarit lögfræðinga