Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 84
dráttur varð á afhendingu bátsins. 1 fyrsta lagi kvað
stefndi, að sett hefði verið ný raflögn í bátinn i stað lag-
færingar aðeins, svo sem upphaflega hafi verið gert ráð
fyrir. Þá hafi báturinn verið málaður meira en nauðsyn-
legt hefði verið og upphaflega hefði verið gert ráð fyrir.
Loks hafi afhending dregizt vegna viðgerðar á ljósavél
bátsins. Vegna þessa dráttar innti stefndi af hendi ein-
hverja greiðslu til stefnanda eða fyrir hann.
Stefnandi gerði bátinn út á handfæraveiðar frá því
hann fékk liann afhentan. Þann 30. marz varð báturinn
fyrir nokkrum skemmdum, en þrátt fyrir það áfall hélt
stefnandi samt áfram veiðum.
Eins og vikið verður að síðar, reisti stefnandi kröfur
sínar í máli þessu m. a. á þvi, að umræddur bátur hafi
verið haldinn verulegum göllum, sem stefndi hefði eigi
fengizt til að bæta úr. Aðilar voru ekki á einu máli um
það, hvenær kvartað hefði verið yfir göllunum. Hélt
stefnandi þvi fram, að hann hefði kvartað um mánaða-
mótin febrúar/marz 1963 og einnig siðar, en af hálfu
stefnda var þvi haldið fram, að engar kvartanir hefðu
komið fram af háifu stefnanda, fyr en um það bil einum
mánuði eftir útgáfu haffærissldrteinisins. Hélt stefndi þvi
fram, að sér hefði ekki verið kunnugt um athugasemd þá,
sem slcráð hefði verið i eftirlitsbók bátsins, fyrr en rétt
eftir miðjan apríl 1963.
í kringum mánaðamótin apríl/maí 1963 var stefnandi
staddur i Grindavik með bátinn. Gerði þá áðurnefndur
umboðsmaður stefndu, B, lögfræðingur, sér ferð til
Grindavikur. I för með honum var skipasmiður nokkur.
Nefndur B hafði í för með sér endurrit úr eftirlitsbók
bátsins og sýndist tilætlun áðurnefndra aðila hafa verið
sú, að stefndi tæki að sér að gera við þau atriði, sem að
var fundið í eftirlitsbókinni. Það dróst þó nokkuð, að sú
viðgerð færi fram og enn upp úr byrjun júlí 1963 fór
stefnandi fram á það við umboðsmann stefnda, að bát-
urinn yrði tekinn til viðgerðar. Loks í lok júhmánaðar
78
Tímarit lögfræðinga