Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 91
og loftferðalaga (sjá Hrd. 1933, bls. 192, sbr. og grein í
Úlfljóti 1961, bls. 82).
Dæmi um sakarskiptingu, án beinnar heimildar í settum
rétti, í málum um skaðabætur utan samninga finnast ekki
í dómasafni Hæstaréttar fyrr en 1945—46, ef frá eru talin
bifreiðamál. I ritgerð 1 Svensk Juristtidning 1969 nefnir
Þórður Eyjólfsson tvo dóma, þar sem sakarskiptingu er
beitt í skaðabótamálum án skýrrar lagaheimildar, sbr.
Hrd. 1945, bls. 79 (slys af völdum hjólreiðamanns) og
Hrd. 1946, bls. 397 (vinnuslys). Segir höfundur ritgerðar-
innar, að frá þeim tíma hafi hinni almennu reglu um
skiptingu tjóns ávallt verið beitt, þegar ástæða hafi þótt
til (SvJT 1969, bls. 148).
Sakarskipting er venjulega dæmd í ákveðnum hlutföll-
um. Lang oftast eru notuð brotin Vs. V4, %, % og Vé (und-
antekning t. d. %0 í Hrd. 1962, bls. 536). Stundum er sök
dæmd í hundraðshlutum (t. d. Hrd. 1967, bls. 534). Þá eru
dæmi, einkum í eldri dómum, um að ákveðið sakarhlut-
fall sé ekki tilgreint, en tekið fram, að við ákvörðun fébóta
verði að taka tillit til gáleysis tjónþola (sbr. Islenzkar
dómaskrár I., bls. 321—2, 329 og 330).
Hér er birt yfirlit um sakarskiptingu i 77 málum um
skaðabætur vegna bifreiðaslysa og annarra tjóna af völd-
um bifreiða. Athuguð voru mál, sem dæmd voru í Hæsta-
rétti frá upphafi til ársloka 1969, en elzti dómurinn með
sakarskiptingu er frá árinu 1933, eins og fyrr er vikið að.
Sýknudómar og dómar um fulla ábyrgð bótaskylds aðila
á sama tímabili eru alls 95 og skiptast þeir þannig:
Árekstursmál.
Fullar bætur dæmdar...........21
Sýkna.......................... 3
Mál vegna annarra tjóna af völdum bifreiða.
Fullar bætur dæmdar...........59
Sýkna....................... .. 12
Tímarit lögfræðinga
85