Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 6
Nú skulum við staldra við þetta hugtak „réttarkerfi“.
Á Islandi hefur verið réttarkerfi, og svo hefur einnig
verið i þeim löndum sem við þekkjum til, í margar aldir.
I skólum, og þá sérstaklega í háskólum, hafa menn fengizt
við rannsóknir á réttarkerfum og það á ýmsan hátt, og
þannig hafa ýmsar fræðigreinar myndazt af athugunum
á réttarkerfum. Sumar þessara fræðigreina myndum við
telja til raunvísinda. (Hér nota ég ekki orðið raunvísindi
í þeirri merkingu, sem orðið hefur fengið á síðustu árum,
heldur i upprunalegri merkingu. Raunvísindi byggjast á
athugunum á staðreyndum, þ. e. hvernig lilutirnir séu í
raun og veru, en hugvísindi fjalla um hugtök, eins og t. d.
rökfræði og stærðfræði) Á Ein þeirra raunvísindagreina,
sem fjallar um réttarkerfi, er réttarsagan. Hún fjallar um
ákveðin réttarkerfi eða ákveðin lög eða kennisetningar (t.
d. rétt þjóðveldisins íslenzka, kirkjurétt miðalda, rómarétt
o. s. frv.) samkvæmt lögmálum sagnfræðinnar. Önnur
raunvísindagrein í þessum skilningi er í’éttarfélagsfræðin.
Hún fæst við rannsóknir á því, hvernig efni laganna og
lagaframkvæmd og lagasetningaraðferðir hafa áhrif á
og verða fyrir áhrifum af þjóðfélaginu og hvernig réttur-
inn þjónar eða þjónar ekki, þörfum þjóðfélagsins. Þannig
er lögfræðin, eins og við þekkjum hana, ekki eina fræði-
greinin, sem fjallar unx réttimx og réttarkerfið. Lögfræðin
sem fræðigrein eða vísindagrein í æðri skólum er ekki
koxxiin til eins og réttai’sagan og í’éttai’félagsfræðin, sem
hlutlaus, raunvísindaleg fræðigrein, heldur er hún sprottin
af þeirri þöi’f að séxmennta beri séi’staka stétt manna,
lögfi'æðinga, til þess að stýra þessu flókna kei’fi, sem
rétturinn er konxinn í, sem málflutningsmenn og sem
dómarar og aði’ir embættismenn, og ber lögfræðin þessu
ýmis xxiei’ki. Þannig fjallar lögfi’æðin um það að setja
fram á skipulagðan hátt hver lögin séu og hvernig réttar-
kerfið stai’fi. I þessu skyni er réttinum skipt í mismun-
andi greinar (refsii’étt, skaðabótai’étt o. s. frv.) og þar eru
svo skýrð bin ýmsu liugtök lögfi’æðinnar (réttindi, skylda,
4
Tímarit lögfræðinga