Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 10
yrði skilgreining, sem nota ætli í kennsln fyrir lögfræð- inga er eingöngu hefðu áhuga á niðurstöðum dómstóla, gerólík skilgreiningu, scm nota ætti í réttarsögu, og einnig yrði hún ólik þeirri skilgreiningu á hugtakinu réttur, sem notuð væri af þeim, er gagnrýna þjóðfélagið og leitast við að athuga á hvern hátt íhlutun og skipulag réttarkerfisins hefur áhrif á það hvort mannleg áhugamál og þarfir ná fram að ganga eða verður ekki fullnægt. Slíkar skilgreiningar sem þjóna eiga einliverju fyrir- framgefnu markmiði eiga vissulega rétt á sér. En liitt er víst, að þessar skilgreiningaraðferðir leysa ekki og leitast reyndar alls ekki við að lcysa úr vandræðum þeim, sem ýtt hafa undir kröfur um skilgreiningu á réttarhugtakinu — og gert liafa skilgreiningu á réttarhugtakinu að heim- spekilegu vandamáli. Vandræðin og heilabrotin stafa af því, að orðin lög, réttur, lagaregla, réttarkerfi og tengd orð, eins og lagasetning, lagaframkvæmd og dómstóll eru öll nægilega skýr og ákveðin til þess að menn séu almennt sammála um að láta þau ná yfir áltveðin tilvik. En séu þessi tilvik sem orðin vísa tiJ atlmguð nánar, kemur í ljós, að svæðið, sern þau ná yfir, er á margan hátt flókið og haldið innbyrðis togstreitu. T. d. eru réttarreglurnar sjálfar mjög mismunandi, bæði að efni og uppruna, en samt eru þær tengdar saman á ýrnsan hátt og það nægi- lega til þess, að það má sjá þær sem kerfi. Margar af kröfunum um skilgreiningu á réttarhugtakinu eru fram komnar vegna þess, að menn vilja sjá þetta kerfi skýrum augum, og þeir vilja sjá hvernig svona margar eðlisólikar reglur tengjast liver annarri. Þannig er eitt af viðfangs- efnum réttarheimspeki að skilgreina til einhverrar hlítar hugtakið réttarkerfi. 2. Valdbeiting og siðgæði. Annars konar skilgreininga- vandamál koma í ljós, þegar athugað er hvernig réttar- kerfið starfar. Þegar við athugum áhrif réttarins á hátt- erni manna, hljótum við að sjá, að rétturinn er nátengdur og á margan hátt háður tveim afar mikilvægum þáttum, 8 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.