Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Síða 11
annars vegar valdbeitingu eða hótunum um valdbeitingu og hins vegar siðferðis- og réttlætishugmyndum. Þó er rétturinn á ýmsan hátt skýrt aðgreindur frá báðum þess- um þáttum og er því síður en svo augljóst í hverju tengslin eru fólgin. Við sjáum hvoru tveggja, að tengslin eru ekki algerlega tilviljunarkennd, og hitt, að ekki er um nauð- synleg rökræn tengsl að ræða, þar sem dæmi eru um að rétturinn sé hvorki háður valdbeitingu né siðferðishug- myndum. Við sjáum því, að þörf er á að skilgreina á ein- hvern skýran og skilmerkilegan hátt tengsl réttarins við valdbeitingu og siðferðishugmyndir, en hingað til hafa skilgreiningarnar lítið gert af því að hjálpa okkur til að sjá skýrum augum þessa mikilvægu þætti mannlegrar reynslu. III. Skilgreining lögfræðihugtaka. Þótt réttarreglur séu af ýmsum gerðum og þótt unnt sé þess vegna að skipa þeim í ýmsa flokka eftir ýmsum sjónarmiðum, eiga þær marga sameiginlega efnisþætti. Og þótt lögin skipi einstaklingum og hópum einstaklinga í marga misjafna réttarstöðu, þá er það svo, að sumar koma sífellt upp aftur og aftur og eru því mikilvægar í daglegri umgengni manna í þjóðfélaginu. Bæði lögfræð- ingar og hinn almenni borgari fá oft ærna ástæðu til að tala um þessa sameiginlegu efnisþætti, stöður og tilvik réttarins. Þá nota þeir hug'tök og orða þau með sérstökum orðaforða. Það er einmitt þessi orðaforði, sem veldur ýmsum skilgreiningarvandræðum. Vandræðin stafa sum- part af því, að orðaforðinn er einnig notaður í almennu mæltu máli utan lagamálsins, og það er ekki alltaf ljóst, livar lagamálið og almennt mál skilur að og hvar það fer saman. I annan stað er það, að fræðimenn skipa gjarnan þessum sameiginlegu efnisþáttum laga og lagatilvika á mismunandi liátt eftir þvi hvernig þeir yfirleitt sjá rétt- inn. Þess vegna geta fræðimenn notað orð eins og réttindi Timarit lögfræðinga 9

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.