Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Side 12
og skylda og átt við sömu lagatilvikin, en gallinn þó verið sá, að þeir velja sér mismunandi efnisþætti eða myndir af þessnm tilvikum. Þriðja meginorsök vandræða í skilgreiningum á lögfræðilegum hugtökum er tiltölulega nýuppgötvuð, og má segja, að hún liafi sett mikinn svip á réttarheimspeki á síðustu tímum. Hún er sú, að við getum ekki útskýrt að neinu gagni mörg algenguslu hug- tök kigfræðinnar án þess að athuga hvernig við beitum málfari okkar þegar um hátternisreglur cr að ræða. Þctta þrcnnt cr hollt að hafa í lmga, og við skulum atluiga, hvernig þcssi skilgreiningarvandræði koma fram, þegar við lítum á þrjú þekkt hugtök: 1. lagaskylda. 2. löggerningur. 3. ásctningur. 1. Lagaskylda. Sú réttarstaða, að einhverjum manni beri lagaleg skylda til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, er algengasta og um leið upprunalegasta staða, sem lögin setja menn í. Við verðum að vitna í hugtakið laga- skyldu í skilgreiningum á hugtökunum réttindi, loforð og lögpcrsóna. Þegar lög segja til um refsingu handa þeim, sem gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá notum við orðið skylda. Dæmi: Ef lögin krefjast þess að viðlagðri refsingu, að hundaeigendur skuli framselja liunda sína, þá ber þessum mönnum lagaskylda að gera þetta. Senni- lega cr ekki ágreiningur um þetta, en bíðum við. Þetta einfalda tilvik má líta á frá tveim sjónarliornum, og þessi sjónarhorn fá mcnn til að skilgreina hugtakið skyldu á tvo vegu, sem virðast fullkomlega ósamrýman- legir. Köllum hornin spádómshornið og skuldbindingar- hornið. Frá spádómshorninu séð er það að afhenda hund- inn talin skylda, einfaldlega vcgna þess, að ef menn gera það ckki, þá er sennilegt að einhverjir opinberir starfs- menn geri þeim lífið leitt aneð einliverjum viðurlögum. Sem sagt, liér skilgreina menn „skvldu“ með því að segja, að heri mönnum „skylda“ til að gera eitthvað, þá verði þeir viðurlögum heittir, ef þeir gera það e^ki. Viðurlögin megi sjá fyrir og það megi spá um þau. Frá hinu sjónar- 10 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.